Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.07.1953, Qupperneq 16
168 UPPHAF ERKISTÓLS 1 NIÐARÓSI EIMREIPltf Brimastóll hafði oft stutt keisara í deilunum við páfastólinn- Páfi launaði nú Brima-erkibiskupi lambið gráa og stofnaði erkistól í Lundi árið 1103 og lagði undir hinn nýja stól öU Norðurlönd, en þau höfðu áður lotið Brimum. Páfi virðist i þessu máli, og öðrum hafa farið eftir hinni fornu íómversku stjórnmálareglu: divide et impera — deildu og drottnaðu. Fyrst vængstýfði hann Brima-erkibiskup með stofnun hins nýja erkistóls í Lundi. Seinna varð ljóst, að dönsk utanríkis- pólitík og þar með einnig Lunds-erkistóll hölluðust um of a sveif með hinum voldugu nágrönnum, Hohenstaufa-keisurunum þýzk-rómversku. — Þá var erkistóllinn í Lundi lamaður með stofnun hinna nýju erkistóla í Niðarósi og Uppsölum. Curían eða páfahirðin hefur vafalaust álitið, að hinir smán erkistólar yrðu þjálli og ósjálfstæðari en þeir stóru. Einnig var lítil hætta á því, að hinir nýju erkibiskupar fengi stuðning hinna gömlu erkistóla eða veittu þeim brautargengi, því að auðvitað var nokkur rigur milli hinna nýju og gömlu erkibiskupsdæma- Erkistólarnir í Brimum og Lundi endurtóku líka sí og æ kröfur sínar til yfirráða yfir kirkjum þeirra landa, sem lotið höfðu valdi þeirra til foma. Stofnun hins nýja erkistóls í Niðarósi var þvi að allverulegu leyti þáttur i baráttu páfastólsins og keisarans um heimsyfirráðin. Um miðja 12. öld réðu þrir konungar fyrir Noregi samtímis- Voru þeir sjmir Haraldar gilla. Var einn þeirra, Ingi að nafnú skilgetinn, en hinir, sem hétu Sigurður og Eysteinn, voru frillu- synir. Fjöldi lendra manna eða aðalsmanna studdi Inga konung: og töldu þeir hann einan réttborinn til ríkis. Þá gerðust þau nýmæli, að forystumenn norsku kirkjunnar tóku í fyrsta skipti virkan þátt í stjórnmálunum og studdu flokk Inga. Merkileg vakningarhreyfing, sunnan úr Evrópu, hafði borizt alla leið norður til Noregs með Cisterciensamunkunum, reglu hins heilaga Bernharðs af Clairvaux. Cisterciensarnir stofnuðu klaustur í nánd við Björgvin og Osló á hinrnn fimmta tug tólftu aldarinnar. Þeir voru ákafir forvígismenn páfastólsins, og með eldmóði sínum hrifu þeii' norsku kirkjuna með sér og vöktu hana til dáða. Stuðningsmenn Inga konungs reru að því öllum árum, að stofn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.