Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 22

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 22
174 UPPHAF ERKISTÓLS 1 NIÐARÓSI EIMREIÐlN því að nú varð kirkjan og erkistóllinn styrkasta stoðin undir landvinningapólitík Hákonar gamla. Þannig lauk löngum og merkilegum kafla í þróunarsögu inn- anlandsmála bæði andlegra og veraldlegra i Noregi. Upphaflega hafði það verið venja í Noregi, að konungurinn var stærsti landeigandinn, og vald hans hvildi að miklu leyti á jarðeignum hans, og þaðan komu einnig hans drýgstu tekjur. En smátt og smátt varð kirkjan stærsti landeigandi Noregs og sem slík einnig áhrifamest í innanlandsmálum. Með vaxandi valdi og auknum auðæfum kom krafa lénsaðals- ins norska um það, að konungsembættið yrði veglegra og valda- meira, og framar öllu, að horfið vrði frá því að láta sauðsvartan almúgann velja konunginn á þingum. f stað þess skvldi koma erfðakonungar, sem studdir væru af kirkju og aðli. Til þess að gera konungsvaldið veglegra og persónu konungs- ins ókreinkjanlega þurfti vígslu og blessun kirkjunnar. Því hærri persóna kirkjunnar, sem framkvæmdi krýninguna, því betra; verður þá skiljanlegri hin nána samvinna aðals og kirkju við stofnun erkistólsins norska. Kirkjur fslands, Færeyja og Græn- lands fylgdu auðvitað á þessu tímabili í meginatriðum söm u stefnu og erkistóllinn í Niðarósi gagnvart páfastólnum. Meðan erkistóll og konungar börðust um völdin í Noregi var sjálfstæði þeirra landa, sem studdu erkistólinn, lítil hætta búin frá hendi hins norska konungsvalds. En frá þeirri stundu, sem sættir komust á með erkistól og konungsvaldi, lagði kirkjan blessun sína yfir landvinningastefnu Noregskonungs. Þá voru erkistóll- inn í Niðarósi og páfastóllinn ekki framar hlífiskjöldur hinna gömlu, norsku nýlendna, og þá var aðeins tímaatriði, hvenær sjálfstæði þeirra var úr sögunni. Á minningarhátiðinni í Niðarósi á þessu sumri var öðru vísi um að litast en þá er Jón Birgisson var vígður fyrstur erki- biskupa í Noregi. Horfin er hin forna Kristskirkja, þar sem stofnun erkistólsins fór fram á sínum tíma. Enginn erkibiskup situr nú á stóli í Niðarósi, og enginn kardínáli sat þar í sumar í hásæti við hlið konunga. Dýrð og hátíðleiki kaþólskrar ha- messu, reykelsisilmurinn og tign latneskra sálma, skart og glit' klæði aðals og andlegrar stéttar, allt var þetta úi- sögunni. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.