Eimreiðin - 01.07.1953, Side 26
Starfsemi Heiðafélagsins danska
[Höfundurinn, sem nú er kennari við Héraðsskólann í Skógum undir
Eyjafjöllum, ferðaðist sumarið 1952 um Jótland og kynntist þá, af eigin
sjón og reynd, hinu mikla þjóðnytjastarfi, sem Heiðafélagið danska
hefur unnið á józku heiðunum, þar sem víðáttumiklum lyng- og sand-
auðnum hefur verið breytt í skóglendi og annan nytjagróður á tiltölu-
lega skömmum tima. Greinin er að mestu leyti minningar frá þessan
för höf. um józku heiðarnar. —- Ritstj.]
Lestin brunar áfram, og innan skamms
staðnæmist hún í Vejle á Jótlandi, en
ferðinni er heitið til Viborgar. í Vejle er
aðeins stutt dvöl, og brátt yfirgefum við
hið frjósama Austur-Jótland. Sléttui'
Norður-Jótlands taka við, þar sem korn-
ið hrærist á stórum ökrum, en á miH'
þeirra standa fagurgræn skjólbelti. Her
og þar sjást kýr á beit á grösugum tún-
um, en lifandi skjólbelti úr greni °&
reyni setja svip sinn á þau. En er norðar
dregur ber æ meira á samfelldum skógar-
breiðum, og menn trúa því varla, að her
hafi verið lyngivaxin heiði fyrir tæpri öld. Og eftirvæntingin vex.
þegar lestin nálgast Viborg, því að þar hefur danska heiðafélagið
aðalbækistöð sína, og þar er unnt að kynnast því, hvernig manns-
höndin breytti þessum gagnslitlu heiðalöndum í frjósama akra
og dýrmæta skóga.
Ég er svo lánsamur að mæta einstæðri velvild hjá starfsmönn-
um heiðafélagsins, sem gerðu mér kleift að afla þekkingar á sögu
þess á skömmum tíma. Fyrsta daginn skoða ég hinn fornfræg3
stað Viborg, en á öðrum degi fæ ég far með einum skógarverði
heiðafélagsins, Svend Christensen að nafni. Hann er að fara 1
eftirlitsferð, og á leiðinni segir hann mér frá starfsháttum félagS"
Jón Jósep Jóhannesson.