Eimreiðin - 01.07.1953, Page 32
184
STARFSEMI HEIÐAFÉLAGSINS
eimreiðin
Frá józhu heiöunum. Þar sem áöur voru óslitnar sandauönir, eru nú
komin skjólbelti skóganna, sem varna eyöingu af sandfoki.
Ríkið veitir styrk til allra stærri framkvæmda í skógrækt, allt
að 33% af stofnkostnaði, en slíkir skógar teljast til friðskóga.
Til minni framkvæmda er og veittur styrkur.
Árið 1860 var aðeins 2,7% Jótlands klætt skógi, en árið 1935
þöktu skógar þess 9% af landinu, þegar Suður-Jótland er ekki
reiknað með. Þessar tölur lýsa bezt starfi heiðafélagsins í þágu
skógræktar á Jótlandi. Rauðgreni er aðaltrjátegundin, sem ræktuð
er, en það óx ekki í Danmörku fyrr en mannshöndin flutti það
þangað. Einnig er þar ræktað sitkagreni, þinur, skógarfura og
fjallafura, þar sem jarðvegur er slæmur. í skjólbelti er aðallega
notaður reyniviður (Sorbus intermedia) og sitkagreni.
Mér er ljóst, að þessi stutta umsögn um Heiðafélagið danska
er ekki svo ítarleg sem skyldi. Starfsemi þess er svo víðtæk, að