Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 33

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 33
EIMREIBIN STARFSEMI HEIÐAFÉLAGSINS 185 rita mætti um hana fjölda bóka. Öll störf þess bera vott um fram- sÝni, dugnað og trú á framtíðina. Forystumenn þess hafa haft þessa eiginleika í svo ríkum mæli, að mistök vegna reynsluskorts hafa ætíð snúizt í sigurátt. Og þeir hafa unnið í þjónustu alls almennings og því unnið traust hans. Heiðafélagið var frá fyrstu tíð félag lifandi áhugamanna og er það enn. Þess vegna hefur það unnið stórvirki, sem vakið hefur athygli og undrun. Saga heiðafélagsins á erindi til allra íslendinga. Að vísu þekkja eldri menn hana, þar sem félagið hefur látið gera hér tilraunir í skógrækt og séð um áveitur. Það var Flensborg, fyrrverandi for- stjóri félagsins, sem gerði þessar tilraunir í byrjun þessarar aldar, °g þær hafa orðið íslenzkri skógrækt mjög dýrmætar. En æska landsins þarf að kynnast starfi þess, þar sem skógrækt á íslandi er á byrjunarstigi. Mér er að vísu Ijóst, að margir munu telja Það mikla firru, að Islendingar geti sótt þekkingu í skógrækt til Danmerkur. Staðhættir eru að vísu mjög ólíkir, en þó getum við teert mikið af heiðafélaginu á þessu sviði, þar sem það hefur svo ^angan reynslutíma að baki. Eins og fyrr getur, leið næstum heil eld frá því að fyrstu skógræktartilraunirnar voru gerðar á Jót- landi og þar til heiðafélagið leiddi málið til sigurs. Það sýnir bezt, að öll störf á þessu sviði krefjast þrautseigju og viljastyrks. Og það er gott að minnast þessa, þegar rætt er um skógrækt á Islandi, því að það getur forðað mönnum frá því að vera of kröfu- harðir um skjótan árangur. Dvölin á Norður-Jótlandi er senn á enda. Áður en ég fer þaðan, fæ ég tækifæri til þess að skoða minningarsvæði heiðafélagsins — Kongens hus —. Það er stærsta óræktaða heiðasvæðið, sem nú er til á Jótlandi, um 1200 ha. að stærð. Þetta land á að sýna framtíðinni, hvemig heiðin leit út, áður en ræktunarstarfið hófst. Á þessum stað er fyrst unnt að gera sér í hugarlund, hve stórkostlegt verk heiðafélagið hefur leyst af hendi. Þar leika Vestanvindarnir óhindraðir um landið, lyngið bærist í litauðgi sinni, og þar ríkir kyrrð óbyggðarinnar. í smádalverpi í miðri auðninni hafa verið reistir bautasteinar tjölmargra heiðabúa og forystumanna heiðafélagsins, sem lifðu fyrir hugsjón, er hefur bætandi áhrif bæði á lönd og menn. Með sameiginlegu átaki unnu þeir verk, er mun lifa í vitund dönsku Þjóðarinnar, meðan Danmörk byggist. Jón Jósep Jóhannesson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.