Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 47

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 47
EIMREIÐIN INDVERSKAR BÓKMENNTIR 199 talin eru guðleg opinberun og varðveittust um aldaraðir á vörum Þíóðarinnar, bárust frá einni kynslóð til annarrar, án þess lengi vel að vera skráðar, og skiptast í tvær megingreinar: Mantra- fræðin og Brahmana-fræðin. Mantra-fræðin eru safn af lof- söngvum, helgisiðum, bænasöngvum, blessunarorðum og særinga- þulum, sem flutt var í hinum fornu skólum Hindúa og skiptast 1 fjórar bækur: Rigveda, Jajurveda, Samaveda og Atharvaveda, en af þeim er Rigveda talin elzt og mikilvægust. Prestar Hindúa, eða Brahmanarnir, verða að vera vel að sér í öllum þessum fjórum höfu3grejnum Vedabókmenntanna, til þess að geta haldið uppi Prestsþjónustu á réttan hátt. Rigveda er handbók prestanna við fórnarathafnirnar, og á henni grundvallast hinar þrjár. Efnið í Jajurveda er að mestu leyti komið frá Rigveda, og í Samaveda eru aðeins 75 erindi, sem ekki eru komin frá Rigveda. Margir lofsöngvanna í Atharvaveda eru einnig þaðan komnir. Af hinum mörgu útgáfum Rigveda er að- eins ein komin til vor eftir handriti, hið svonefnda Sakala Sakha handrit í tíu bókum, sem nefnast mandalas (kvæðaflokkar), en hver fiokkur er í mörgum köflum. Hver kafli skiptist í marga söngva. A11s eru söngvarnir 1028 talsins. Hver söngur skiptist svo aftur 1 erindi, og eru samtals 10600 erindi í Rigveda. Efni þeirra hafa verið að mótazt á löngum tíma. Rigveda er því safnrit hinna niargvíslegustu hugmynda frá löngu liðnum menningartímabilum sögunnar. Þar gætir frumstæðra menningarhátta við hliðina á há- sPekilegum hugsunum þroskaðri menningarviðhorfa. Margir söngv- arnir í Rigveda eru til orðnir óháð öllum fórnarsiðum, lýsa djúpri °S háleitri tilbeiðslu og trúarlegu innsæi, sem ekkert á skylt við fnumstæðar fórnarathafnir, þó að þeir væru notaðir við þær löngu effir að þeir urðu til. Trúarbörgð hinna fornu aría Indlands voru eins konar náttúru- hýrkun og eiga í því sammerkt við trú annarra fomþjóða af indó- evrópskum stofni. Guðir þeirra eru persónugervingar himins og jarðar, elds, vatns, vinda o. s. frv. Guðinn Indra berst við undir- heimaguð myrkurs og kulda. Annars eru guðimir margir, þeir æðstu venjulega 33 talsins. Að útliti eru þeir mönnum líkir. Indra hirtist oftast í hermannslíki, aðrir, svo sem guðinn Agni, eru eins °g prestar að útliti. Enginn einn guð ræður algerlega lögum og jofum í goðheimum, til þess er eingyðistrúin ekki nógu máttug * hugum manna. Fjölgyðistrúin er ríkjandi eins og í ásatrú for- feðra vorra á Norðurlöndum. Helztu himnaguðirnir eru Dyaus, Varuna, Mitra, Surya, Savitri og Pusan, og helztu gyðjurnar Usas

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.