Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 48

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 48
200 INDVERSKAR BÓKMENNTIR EIMBEIÐIN (Dögun) og Ratri (Nótt). Svo eru til loftguðir, eins og Indra, Rudra og Parjanya, og jarðguðir, eins og Agni og Soma. Enn eru svo lægra settir himinguðir, svo sem Matarisvan, sem á að hafa flutt eldinn af himnum ofan til jarðarbúa, eins og Prome- þeifs í grísku goðafræðinni, vatnaguðir og skóga o. fl., o. fl. Sumir söngvarnir í Rigveda eru söguljóð í samtalsformi, drama- tískir þættir, táknræn ljóð, gátur og spásagnir. AUir eru þeir undir ákveðnum bragarháttum, alls um 15 að tölu, og ortir á hinni fomu tungu, sanskrít. Brahmana-fræðin eru skýringarrit hinna lærðu presta Hindúa um helgisiði og notkun þeirra í sambandi við fórnarhátíðirnar. Þessi rit eru mestmegnis í óbundnu máli. Goðsagnir og helgi- sagnir, heimsfræði margs konar og frásagnir af guðum og gyðj' um er fyrirferðarmikill þáttur í þessum ritum, en hin elztu þeirra er það fyrsta, sem ritað er á sanskrít í óbundnu máli. Eins konar viðbætir Brahmana-fræðanna eru Aranyakas-ritin eða Skógar-textarnir svonefndu. Sennilega er heitið komið af þvl> að rit þessi hafi haft að geyma of leyndardómsfullt efni til þess að vera lesin heima í húsum og þorpum, heldur hafi verið farið með þau út í einveru skóganna og þau lesin þar og ígrunduð. Rit þessi eru dulfræðilegs og táknræns eðlis og eru nokkurs konar milliliður milli Brahmana-ritanna og Upanisad-ritanna, án þess að greint verði glögglega mörkin. Upanisad þýðir eiginlega setu lærisveins við fætur meistara síns og trúnaðar-samræðu þeirra- Bæði Skógar-textarnir og Upanisad-ritin voru áður nefnd einu nafni Vedanta, þ. e. lokarit Veda-bókanna eða endir þeirra. Nálega 200 Upanisad-rit hafa varðveitzt til vorra daga. Efni þeirra er trúar- og heimspekilegs eðlis og háspekilegar skýringar> lýsingar á fómarsiðum, ástatöfrar og alls konar særingar og und- ur til að beita gegn fjandmönnum og sjúkdómum og til þess að sigrast á þeim. Þau flytja djúpsæja heimspeki, sem er túlkuð a fögru skáldskaparmáli og skírskota bæði til tilfinningar og skyn- semi lesenda. Frá þeim eiga hin mörgu heimspekikerfi Indlands rætur sínar að rekja. Heimspekistefnur frá þeim hafa borizt til annarra þjóða og landa og gætir til dæmis í dultrú Persa, dul- fræðilegri túlkun Neo-Platónistanna á logos-kenningunni og 1 kenningum kristnu dulfræðinganna Eckharts og Taulers og 1 heimspeki Þjóðverjans Schopenhauers á 19. öld. Önnur megingrein hinna fornu indversku bókmennta, við hliðina á trúar- og heimspekiritum Veda-, Brahmana-, Upanisad-bókanna og fleiri slíkum, eru sagnljóðaritin, og er hinn mikli, þjóðleg1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.