Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 50

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 50
202 INDVERSKAR BÓKMENNTIR EIMREIÐIN frægustu rita eftir Kalidasa er ástarsagan Malavika og Agnimitra, rituð í leikritsformi af mikilli snilld. Málfræðingurinn mikli, Patanjali (um 150 f. Kr.) getur um ljóð, sögur og leiki í riti sínu Mahabhasya. og frá 4. öld f. Kr. er kunnugt um skáldið Subandhu, sem samdi bæði sögur og leikrit, og mætti svo fleiri telja. Meðal rita eftir Kalidasa eru tvö söguljóð, auk leikrita, annað um Raghu-konungsættina og hitt um hjónaband Parvati og Siva, foreldra herguðsins Kumara. Eftir hann er einnig hin heimsfræga bók Sakuntala. Steingrímur skáld Thorsteinsson þýddi bók þessa á íslenzku, og kom hún út í Reykjavík árið 1879 og naut mikilla vinsælda hér á landi um langt skeið. Ýms seinni tíma skáld hafa haft að yrkisefni þann boðskap, sem Kalidasa flytur í Sakuntala. Nægir að nefna Goethe og Tagore. Danska skáldið Holger Drach- mann orti einnig út af sögunni kvæðið Sakuntala, sem Árni heit- inn Pálsson þýddi á íslenzku. Kalidasa er skáld gleði og ásta. Lífsskoðun hans er þrungin unaði og fögnuði yfir fegurð jarð- lífsins. Hann er meistari í þeirri list að lýsa kærleikanum í hans mörgu myndum. Ekkert skáld stendur honum þar á sporði, og stíll hans er talinn bera af stíl allra annarra, er á sanskrít hafa ritað. Annað frægt skáld frá þessum tímum var Brahmana-konungur- inn Sudraka. Leikrit hans, Litli leirvagninn, hefur verið þýtt á mörg tungumál og leikið í London og New York við mikla aðdáun og hrifningu. Fjöldi annarra skáldrita, bæði í bundnu máli og óbundnu, eru til á sanskrít, þótt ekki verði nánar rakið hér. Meðal hinna mörgu leikrita skal aðeins nefna Gitagovinda eftir Jay- adeva, sem uppi var við hirðina í Bengal (1175—1200). Þessi leikur, úr flokki þess indverks leikrita-skáldskapar, sem er allt í senn, söngleikur, danzsýningar, bendingaleikir og drama, vakti svo mikla hrifningu fyrir frumleik sinn, fegurð og hugkvæmni, að stælingar hafa verið gerðar af honum svo margar, að ekki verður tölu á komið. Þar er í söng og leik lýst ástum, skilnaði og endurfundum Radha og Krisna. Skáldverk þetta er talið einstætt í heimsbókmenntunum vegna fjölbreytileiks í Ijóðaháttum, lita- skrauti sýninga, unaðslegrar hljómlistar og frumleiks í túlkun og lýsingu atburða og skapgerðar persónanna. Bókmenntir á sanskrít eru svo umfangsmiklar, að ef ætti að lýsa þeim til hlítar, væri það efni í margar þykkar bækur. Sans- krít er nú að vísu talið dautt mál, en við marga háskóla er tunga þessi kennd, og fjöldi sérfræðinga í þessari fornfrægu tungu Ind-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.