Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 53

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 53
EIMREIÐIN VIÐ ERMARSUND 205 varður hinnar miklu mælsku, og hann átti það heiti skilið. Hann Var einn hinna mestu andans manna, sem uppi hafa verið í Ind- landi fyrr og síðar. Auk þeirra tungna, sem þegar er getið, eru til indverskar bók- aaenntir á bhojpuri, en þá tungu tala um 20 milljónir Indverja, Sujarati, en hana tala yfir 10 milljónir manna, hindi, sem töluð er í Hindústan af um 170 milljónum Indverja og á Anglo-indversku, en á ensku hafa ýmsir kunnir indverskir höfundar ritað jafnframt rnóðurmáli sínu. Svo var t. d. um Rabindranath Tagore, sem þýddi sjálfur ýms rit sín á ensku, og svo er um skáldið Aurobindo Ghose °g marga fleiri. Enn má nefna bókmenntir þær, sem kenndar eru við héröðin Kamatak, Kashmir og Khasi, svo og bókmenntir á ^alayalam, sem er tunga íbúanna á Malabar-ströndinni, bók- menntir Marathi á vesturströnd Indlands, þar sem búa margar uiilljónir manna, Mið-Indlands-bókmenntir og á oriya-ungu og Panjabi, en panjabi tala um 15 milljónir manna, sindhi, sem töluð er í héraðinu Sindh á Vestur-Indlandi, tamil, sem töluð er í Madras-héraðinu, á Norður-Ceylon og á Suður-Travancore, en tamil tala um 20 milljónir manna. Loks má nefna telugu, tungu Dravidanna, og urdu, sem er mjög útbreidd tunga í ýmsum hér- uðum Indlands. Á öllum þessum tungum eru til miklar og merki- legar bókmenntir, þó að þeirra sé ekki unnt að geta hér nánar. 11 framhaldi af þessum þáttum mun í næsta hefti birtast yfirlits- grein um ungverskar bókmenntir.l VIÐ ERMARSUND Þýtur þeyr í laufi, þoka rís af hafi, gjálfrar undiralda upp við sorfin sker. Væta gráar gárur grjót í þarafjöru, — kveða ganialkunnug kvæði í eyru mér. Svipull norðansvali seltu gálaus ýfir. — Kemur þú nieð kveðju kaldri ættjörð frá, eða — hafðu lægra — einhver skilaboðin hennar, sem af hjarta hugur eftir sá? Þórhallur Þorgilsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.