Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 56

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 56
208 ÞORSTEINN ö. STEPHENSEN eimreiðin Þorsteinn Ö. Stephensen sem Njú Þorsteinn ö. Stephensen sem Kranl prins í „Pi-pa-ki“. kammerráS í „Ævintýri á gönguför“- lífsframfæris, eins og þá var máhim háttað og er. Gerðist Iiann þvl starfsmaður Ríkisútvarpsins eftir heimkomuna og aflaði sér þegar 1 stað vinsælda um land allt fyrir flutning frétta og aðra þjónustu í úl' varpinu, en seinni árin hefur hann verið Ieiklistarráðunautur þess og umsjónarmaður barnatimans. Eftir námið í Kaupmannahöfn verða vegamót á Ieiklistarferli Þ«r- steins. Þá hefur hann gengið leiklistinni á hönd, og veturinn eftir leikur hann með Leikfélagi Reykjavíkur hlutverk eins og Jeppa 1 „Jeppa á Fjalli“ eftir Holberg, Dag Vestan í „Straumrofi“ eftir Halldór Kiljan Laxness og Grepeaux listdómara í „Varið yður á málningunni eftir Fauchois. Þennan vetur starfaði Gunnar R. Hansen með Lcikfélag- inu, og var það upphaf að hinu gifturíka samstarfi síðari árin. Er skemmst frá að segja, að Þorsteinn vann hinn glæsilegasta leiksigur í hlutverki Jeppa á Fjalli, sem hann skilaði heilsteyptu og fullmótuðu í lifandi samleik við jafn góða leikara og Brynjólf Jóhannesson og Gunnþórunni Halldórsdóttur, sem léku Jakob og Nillu. Vegna anna 11 öðru sviði lék Þorsteinn frekar lítið næstu árin, var þó upp frá þessu í trúnaðarstöðum hjá félaginu, lengst af í leikritavalsnefnd og síðastR árið fyrir endurskipulagningu félagsins formaður þess. Á þessu 1° ára timabili var það ætíð nokkur viðburður, þegar Þorsteinn kom fraiu í nýju hlutverki. Af þessum hlutverkum skulu hér aðeins nefnd: PáH postuli í „Gullna hliðinu“ eftir Davíð Stefánsson, Haraldur Davidsen

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.