Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 63

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 63
EIMREIÐIN MÁTTUR MANNSANDANS 215 að breyta jörðinni stórkostlega til batnaðar. Þess vegna eiga allir prestar og kennarar að boða þenna algilda og mikilvæga sann- leika öllum heiminum, því að það er engin öruggari leið til að kenna mönnunum, að guð er kærleikur og að allar kærleiks- dugsanir eru frá honum komnar. Með því að segja miðlinum að flytja sig æ lengra og lengra aftur í tímann, gátum við fengið hjá honum nákvæma skýrslu Um meðgöngutímann, hvernig fóstrið þróaðist í móðurlífi allt frá þeim degi, er getnaður hafði átt sér stað. Þegar við létum konuna hverfa aftur fyrir þann tíma og ég spurði: „Hvar ertu nú?“, fékk ég þetta svar: „Ég svíf í lausu lofti.“ Ég kvað þetta ekkert svar, og vildi fá að vita nákvæm- lega, hvar hún væri, ef um nokkra tilveru hennar væri að ræða. Hún svaraði því þá til, að nú væri hún í biðgarðinum, og svo kom lýsing á því, hvernig allir geðlíkamir, reiðubúnir til að holdgast, dveldu um skeið á þessum stað, þar sem þeir biðu þess að fæðast aftur í holdslíkama. Hún lýsti fegurð þessa biðgarðs, sagði, að litir hans væru dýrðlegri en nokkrir litir hér á jörð. k*egar hún var spurð, hvað hún hefði haft fyrir stafni á þessum stað, svaraði hún: „Okkar er gætt og við erum vernduð af „Hvít- klæddu bræðrunum“ og „Bláklæddu systrunum“ (þannig orð- rétt), en hlutverk þeirra er að sjá um, að andinn fái þann líkama, sem honum er fyrirhugaður.“ Því var lýst, að þegar einhver holdgaðist í kvenlikama, þá væru Bláu systurnar á verði umhverfis, en Hvítu bræðurnir álengdar og fjarri. Hið gagnstæða ætti sér stað, þegar um karl- mannslikama væri að ræða. Þá var spurt, hvort nokkurt færi væri þarna á að velja sér Ékama til endurholdgunar. Svarið var, að um ekkert valfrelsi v®ri að ræða í þessu efni, það færi algerlega eftir því, hvernig liðið líf manns hefði verið á jörðunni og annars staðar á milli jarðvistanna, hvernig líkama og lífsskilyrði hann hlyti í nýrri jarðvist. Við fórum nú með minni konunnar ennþá fimm ár aftur í límann, og var okkur þá sagt, að nú lifði hún á jarðstjörnunni Venus. Hér bættist við óvænt vandamál, því að konan benti á, að nú þýddi ekki að miða tímafærsluna lengur á jarðneska vísu, Kí að á Venus væri allt annar timareikningur en á jörðunni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.