Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 67

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 67
eimreiðin MÁTTUR MANNSANDANS 219 að sjá og eyru til að heyra á sama hátt og miðillinn, þá mund- um vér öðlast fullkominn skilning á táli því, sem tíminn veldur. Enn lengra aftur í tímanum á þessu fyrsta aldar æviskeiði f- Kr. fundum við galeiðuþrælinn i dýflissuklefa, og lýsti hann í smáatriðum klefamnn, veggjum hans og fangahlekkjunum. Á þessu æviskeiði rakti ég ekki tímann aftur með tíu ára millibili, heldur frá ári til árs, með mjög athyglisverðum árangri. Konan lýsti ekki aðeins atriðum, sem auðvelt var að sannreyna samkvæmt þekktri sögu Rómverja hinna fornu, heldur voru þarna með atriði, sem vörpuðu ljósi á ýmislegt áður hulið, en önnur brutu í bág við ríkjandi hugmyndir okkar. Konan hélt því t. d. fram, að fyrir árið 120 f. Kr. hefðu rómversk böð ekki þekkzt í Rómaveldi, heldur hefði fólkið í þeirra stað daglega notað oliu til að smyrja með líkami sína. Hefðu þessar hrein- lætisathafnir farið fram á opinberum stöðum, um miðjan dag- inn fyrir konur, en á kvöldin fyrir karlmenn. Heildarniðurstaðan af þeim 1182 tilraunafundum, til rann- sókna á endurholdgunarkenningunni, sem ég hef haft til þessa, er mjög athyglisverð og sýnir samræm lögmál að verki. Hún sannar, að mannshugurinn getur i dásvefni opinberað þekkingu, sem ekki er á vitorði venjulegra dauðlegra manna, og að hann er í þessu ástandi gæddur yfirmannlegu innsæi. Að sjálfsögðu er um margs konar mótsagnir að ræða í sam- bandi við það rannsóknarefni, sem hér er um að ræða. Svo hefur alltaf reynzt um vandasamar rannsóknir á byrjunarstigi, og er það gömul saga. Það er fjarri mér að einskorða mig við nokkrar ákveðnar kenningar í þessu máli eða að halda fram nokkrum lokaniðurstöðum, svo sem sannaðar væru, en málið er að min- um dómi mjög merkilegt viðfangsefni og sannarlega þess virði, að því sé gaumur gefinn. Margir fást við sálarrannsóknir nú á dmum, sem ekki hafa öðlazt nægilega þekkingu til að komast hjá að lenda i ógöngum. Þeir geta komizt i snertingu við öfl, Sem eru þeim óholl, og þeir geta einnig flækzt í eigin skyn- villum. Miðilshæfileiki manns er engin sönmm þess, að hann sé hæfur til „að stjórna stjórnanda sinum“, og árum saman hef eg varað við hættum þeim, sem geta verið samfara sjálfssefjun, °g bent á, að enginn miðill ætti að leggja stund á hana. Hver miðill ætti að hafa sinn dávald, og verður hann þó jafnan að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.