Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 76

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 76
228 KYNGLÆPIR EIMREIÐIN inga og jafnvel við sjálf börnin. Það eru tillögur, sem munu valda skjótum og góðum árangri, verði þeim komið í framkvæmd. 1. Liðsmannahópur ætti að vera til í hverju bæjar- og sveitar- félagi, hópur kvenna og karla, sem berðust óþreytandi baráttu gegn kynferðislöstum, í hverri mynd sem væri og hversu smá- vægilegir sem þeir sýndust í fljótu bragði. I Washington D.C. starfar slíkur liðsmannahópur. f honum eru 40 lögreglumenn; þar af 30 karlar og 10 konur, öll klædd eins og annað fólk, en ekki í einkennisbúningum. Karlmennirnir hafa eftirlit með forsölum gistihúsanna, vínkjöllurum, leikhúsum, drykkjusölum, símaklefum, hressingarskálum, skemmtigörðum og torgum. Konumar hafa eftirlit með snyrtistofum, bamaleikvöllum og öðmm stöðum, þar sem kynvillingar eiga hægt með að nálgast pilta og stúlkur. Slíkir liðsmannahópar sem þessi geta gert óendanlega mikið gagn, ef þeir em hæfilega fjölmennir og starfi sínu vaxnir. í kvikmyndahúsum geta þeir til dæmis (án þess að vekja nokkra eftirtekt, þar sem þeir eru klæddir eins og hitt fólkið) valið sér sæti á öftustu bekkjunum og fylgzt þaðan með því, sem fram fer í öllum salnum. Verði þeir varir við einhverja, sem haga sér á einhvern hátt grunsamlega eða ósæmilega, er haft vakandi auga á þeim — og ef framkoma þeirra gefur tilefni til handtöku, eru þeir umsvifalaust teknir. 2. í hverri borg, hverri sveit og hverju þorpi, ætti að vera til fullkomin spjaldskrá yfir alla þá, sem gert hafa sig seka um kynferðisafbrot, og afrit af þeirri skrá ætti að vera til hjá Rann- sóknarstofnun Sambandsríkjanna í Washington, svo að hún gæti jafnan haft fullkomna spjaldskrá fyrir allt landið. Ef slíkar héraðaspjaldskrár væru til í hverju lögsagnarumdæmi, væri hægt að bera allar kærur saman við þær, fá úr þeim upplýsingar, og ef þörf þætti, síma til Washington um enn nákvæmari samanburð þar. 3. Hver einasti þjóðfélagsþegn ætti að telja það borgaralega skyldu sína að gera réttum yfirvöldum aðvart, ef hann kemst að sálsýkiskenndu og óeðlilegu framferði í kynferðismálum. Menn, sem eru á þjófslegum gægjum í kringum hús að nætur- lagi, — nærklæðaþjófar, sem stela hnjáskjólum og skyrtum af þvottasnúrum, eru grunsamlegir menn. Það er ófyrirgefanleg skammsýni að gera ekki réttum yfirvöldum aðvart um framferði slíkra manna. Á sama hátt er það skammsýni af foreldrum að dæma allt hug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.