Eimreiðin - 01.07.1953, Side 80
232
KYNGLÆPIR
eimiíeiðin
því að alast upp í „sakleysi vanþekkingarinnar“, en það er ekki
hægt að fela fyrir þeim hinar viðbjóðslegu staðreyndir, sem
kynferðisafbrotum fylgja. Dagblöðin eru full af ægilegum frá-
sögnum um þau, og þau eru rædd af ungum sem gömlum. Enginn
skyldi halda, að hægt sé að fela fréttirnar — og hætturnar af
kynglæpum fyrir börnunum. Foreldrar og kennarar draga sjálfa
sig á tálar með því að halda slíkt. En þó er hræsnin og yfirdreps-
skapurinn enn í svo miklum hávegum, að þegar þrjú nauðgunar-
morð voru framin í röð nýlega í New York, og raddir heyrðust
um, að skynsamleg skólafræðsla í kynferðismálum hefði getað
bjargað að minnsta kosti einni stúlknanna, sem myrtar voru, þá
risu vandlætararnir upp og kæfðu þessar raddir með ópum sínum
og gauragangi.
Væri nú ekki betra og réttara að játa hreinskilnislega fyrir
börnunum, að kynglæpir gerist — og ræða við þau hvers vegna
þeir gerist og hvernig bezt verði varizt þeim?
Að sjálfsögðu eru tillögur þær, sem bornar eru fram í þessari
grein, aðeins uppkast í stórum dráttum. Það er sem sé enginn
hægðarleikur að flytja vandamál sem þetta á opinberum vettvangi
og koma með altæka og örugga lausn á því — vandamál, sem um
langt skeið hefur verið þaggað niður — eða þá farið með eftir
úreltum, eldgömlum lögum, sem sum eru blátt áfram hlægileg.
En vér getum öll tekið þetta uppkast til vandlegrar athugunar,
reynt að auka það og endurbæta, svo að það nái tilgangi sínum-
Fyrsta og ef til vill erfiðasta skrefið í málinu er að horfast
hreinskilnislega í augu við staðreyndirnar, án undanbragða og
hálfvelgju. Það er ekki nóg að fyllast reiði yfir frömdum glæP
— og gera ekkert. Því þegar minnst varir getur hryllilegt böl
kynglæpsins snert sjálfan þig persónulega og þitt eigið heimih
— og þá er of seint fyrir þig að hefjast handa.
Los Angeles vísar veginn.
Síðan árið 1937 hefur borgarstjórnin í Los Angeles haldið uppi ör-
uggum og áhrifaríkum vörnum gegn kynglæpum, með því að það ár
var sett þar á stofn sérstök kynglæpastofnun, sú fyrsta þeirrar tegund-
ar i Bandaríkjunum. Afbrotamennirnir eru rannsakaðir, ljósmyndaðiv,
tekin af þeim fingurmót, og þeir látnir ganga undir skoðun hjá dr. J-
Paul De River, geðveikralækni. Síðan eru þeir flokkaðir eftir eðli
þeirrar úrkynjunar, sem þeir eru haldnir af, eftir glæp þeim, sem þeir
hafa framið, og eftir almennu sálarástandi þeirra.
Áður en stofnunin var sett á laggirnar var það algengt, að kyn-