Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 12

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 12
248 VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU eimbeiðin ekki þótt böðlinum til frægðar. Þótti þetta allt sanna illverka- náttúru þessa Valtýs, en hinn fyrri Valtýr gjörði bænir sínar og bað guð að fyrirgefa saksóknurum sínum. Benti hann til hafs og sagði, er upp rann grár flóki á himinn: „Þessi mun mín hefna.“ En úr flókanum gerði snjóburð mikinn, og varð Valtýsvetur. Magnús á Hnappavöllum skráir í sögu sinni dóminn, er gengið hafði á hinn fyrra Valtý og virðist hafa fyrir sér heimildina. Það sést þó á þessum dómi, að svo er ekki, þetta er enginn dómur í venjulegri gjörð. Hins vegar hefur heimildarmaður hans senni- lega séð eða heyrt dóminn og rifjar upp fyrir sér atriði hans, og Magnús merkir það í gæsalöppum, sem hann kallar dóm eftir heimildarmanninum. Þarf ekki að efa, að það gat enginn annar en séra Sigbjörn, sem vel gat hafa séð dóminn í Vallanesi eða heyrt á Egilsstöðum, og fátt munað rétt, enda er undirskrift dómsins Jón Arnórsson, sem er tilbúningur eða misminni, því að Jón Arnórsson er 20 ára gamall í skóla 1754, og kom ekki austur fyrr en 1769, en fyrr hlaut þetta að ske, því að annars mundi Valtýr finnast í bændatali 1762. Hins vegar var það svo, að Hans Wíum var vikið frá embætti 1752 og síðar dæmdur frá því 1754, en fyrir sýslu hans, þar sem þetta skeði, var settur Jón Sigurðsson í Holti í Mýrdal, sem hafði verið settur áður sýslumaður í Skafta- fellssýslu og lögsagnari. Var hann þá gamall maður, 66 ára árið 1752, flutti og aldrei í sýsluna, að því sem bezt er vitað, og hefur því haft lögsagnara, sem enginn veit hver verið hefur. Er það og nokkurn veginn víst, að á þessum árum, sem Hans er frá sýslunni, 1752—1756, hefur þetta dómsmorð orðið. Undir dómi Valtýs bónda hefur því staðið Jón Sigurðsson, en sá þráláti orð- rómur, sem á því hefur legið, að Jón Amórsson hafi dæmt báða mennina af lífi, á líklega frekar við hitt, að sami böðullinn hafi báðum grandað, og þótt nokkuð frægt. Fyrst og síðast hefur orðið mikið misminni um þessa atburði, áður en sagan af þeim er skráð. Það má í þessu sambandi ef til vill líta lítið eitt yfir andlegt og veraldlegt ástand þjóðarinnar. Það eru óskapleg harðindi, þ. e. a. s. þjóðin er orðin svo lömuð, að hún þolir ekkert nema sólskin. Fólkið hrynur niður í harðrétti, hópar fólks eru á hús- gangi. Þjófaöldin er óskapleg, verið að hýða og marka þjófa i öllum sveitum og sýslum, segir einn annállinn. Mörg fyrirfarandi ár dæmdir og sendir á Brimarhólm fjöldi þjófa, segir annar 1755. Samt nóg til af þeim, bætir hann við. Enginn þekkir þessa dóma nú. Umkomulaust fólk er dæmt í héraði, og enginn er til að áfrýja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.