Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 14

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 14
250 VALTÝR A GRÆNNI TREYJU eimreiðin fari fram hjá því í annál sínum, að minnast á þetta, eftir að það var upplýst orðið, að hér hafði hent alvarlegt dómslys. Og þegar það er athugað, að Pétur er enn sýslumaður langa hríð, en síðan Guðmundur sonur hans og enn Páll sonur hans í þessari sýslu, þá er kannske ekki að furða, þótt eigi sjáist mikið eftir af dóma- fari í þeim málum, sem snerti báða Valtýana, en ekki hægt að minnast á þann seinni nema að upplýsa allt um hinn fyrri. Það er því enginn furða, þótt Pétur sýslumaður hliðri sér hja því að minnast á þessa atburði, er hann samdi annál sinn, auk heldur það, að öll sagan hafi þá verið orðin stærri í hans vitund en annarra manna, að hann hafi kannske verið búinn að vita það líka, að sá seinni Valtýr hafi verið saklaus af lífi tekinn. Því það er svo á þessum tímum og hafði lengi verið og var enn lengi, að menn deyja ekki nema að skrifta fyrir presti sínum, játa syndir sínar, og hafi einhverjir haft morðið á Símoni á samvizkunni og síðan dómsmorð tveggja manna, er ekki ólíklegt að þeir hafi viljað létta því af sér, er öllu var lokið, en prestur bundinn þagnar- skyldu fyrir guðs skuld. Páll Guðmundsson, mágur Péturs sýslu- manns, varð prestur í Vallanesi 1772 og gat fengið að vita sann- leikann, en síðan orðið helzt að ráðum að rugla sögusagnir af þessum atburðum, fyrir utan það að geyma ekki heimildir og þegja sem fastast. Lýtur þetta að því, sem enn verður sagt.1) Næst er þá að athuga söguna, eins og hún er skráð, hversu hin einstöku atriði hennar fá staðizt, og verður þar fyrst fyrir saga Eyjólfsstaða. Fyrir miðja 17. öld býr á Eyjólfsstöðum Páll, sonur Björns sýslumanns Gunnarssonar á Burstarfelli, og þarf eigi að efa það, að hann hafi átt jörðina, enda er hún höfðingja- setur, og talin ein bezta jörð á Fljótsdalshéraði. Árið 1681 er getið um eigendur og ábúendur í einni heimild. Árið 1703 búa þar Árni, sonur Páls, þá 65 ára að aldri, f. 1638, og Páll sonur hans, 37 ára gamall. Með Páli dvelur Ragnhildur Árnadóttir, 20 ára gömul, sem eflaust er systir hans af síðara hjónabandi Árna Pálssonar, en sú kona hans er þá 49 ára gömul og getur ekki 1) Pétur Þorsteinsson minnist ekki á fjölda stórtíðinda, er skeðu a þeim tíma, sem hann reit annál sinn, t. d. dulsmál tveggja kvenna, sem sluppu þó tiltölulega vel, sauðaþjófnað, tveim sinnum, innbrot og þjófn- að i verzlunarbúðir í Vopnafirði, allt í sýslu hans, skriðuhlaup á bas einn á Austurlandi, þar sem farast 7 menn, að annarra annála sögu, og nú veit enginn hver verið hefur, þingsvitnið um trébrúna á Jökulsá, og svo tildrögin að dauða Guttorms tengdasonar hans, er varð af elt- ingarsökum við „sakamann", og er sú saga bæði sönn og ósegjandi, eins og sagan af Valtý á grænni treyju.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.