Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 19

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 19
EIMREIÐIN VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU 255 enda austfirzkur maður. Annáll hans nær yfir árin 1717—1754, °S þó aðeins getið eins atburðar það ár. Sama ár andast hann, °g Það má næstum byggja á því, að fyrr hafi þessi atburður ekki skeð en lokið var hans skrifi. Samanber og líka það, sem alltaf hefur verið sagt, að Jón Arnórsson hafi við málið komið og þá hins seinna Valtýs, eftir 1769. En það býr í Garði í Þistilfirði um miðja öldina maður, að nafni Valtýr Sigurðsson, og þótt einhverjum finnst nú seilzt um hurð til lokunnar, að geta þessa manns í þessu sambandi, þá er Það þó athyglisvert, að tvennt ber heima um þennan Valtý og s°gnin greinir um Valtý á grænni treyju. Þetta er mikill heiðurs- niaður og vel roskinn, 61 árs 1754, og svo deyr hann það ár, 1754, eins og sagnir greina, að Valtýr á grænni treyju hafi verið af hfi tekinn. Mér finnst þetta nokkuð athyglisvert, ekki sízt, þar sem um engan annan Valtý getur í neinni heimild frá miðri þessari öld, og í því Ijósi, sem ég þykist hafa kastað yfir þessa s°gu hér að framan, finnst mér þess vert, að gera nokkra grein fyrir þessum Valtý, ef það mætti þá um leið verða að einhverjum iikum fyrir því, að hann hefði verið þarna á ferð, er þessir atburðir gerðust. Við finnum þennan Valtý fyrst í manntalinu 1703. Þá er hann 10 ára drengur í Hólseli á Fjöllum, hjá foreldrum sínum °g meðal systkina sinna, sem sum eru vel þekkt og áttu marga ufkomendur. Sigurður, faðir hans, er sonur Sigurðar Jónssonar, Sem Jón ættfræðingur segir 1684, að hafi búið lengi og vel í Hól- seli á Fjalli og átt systur sína, Sesselju, fyrir konu, en þau voru börn séra Gunnlaugs Sölvasonar í Möðrudal. Dregið hefur það verið í efa, að Sesselja hafi verið móðir Sigurðar, en ég ætla það efalaust, enda heitir dóttir Sigurðar, og systir Valtýs, Sesselja, 19 ára gömul 1703. Sölvi Sigurðsson heitir og bóndi í Öxarfirði, það ár 30 ára gamall, og ætla margir hann son Sigurðar, en sumir son Sigurðar eldra, Jónssonar, en ég ætla það síður, því að Sigurður Jónsson deyr 1682, orðinn gamall maður, búinn að búa lengi 0g vel, og það víðar en í Hólseli, því að hann er lögréttu- maður í Múlaþingi um skeið og sennilega þaðan ættaður. Svo óhklegt er, að hann hafi átt 9 ára gamlan son, er hann andast, þó að slíkt séu að vísu manna dæmi og ekkert fá á öllum tímum. En þetta Sölvanafn bendir ótvírætt í ætt Gunnlaugs prests Sölva- s°nar. Sveinn, faðir Sigurðar tuggu á Hauksstöðum, mundi þá Vera einn bróðirinn, þótt sumir telji hann son Sigurðar Jónssonar; hann er dáinn 1703, en börn hans kornung. Þetta bendir strax a niikinn frændagarð Valtýs í Garði í Héraði, því að mest öll

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.