Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 46

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 46
282 HÚN AMMA MÍN eimreiðin ekki, því að þar er sagan öðruvísi sögð. En í „Ættum“ er hún eigi að síður, eins og ég gat um í Eimreið 1950, þ. e. a. s. í þeim ættum Austfirðinga, sem ýmsir þeirra fengu hjá séra Einari í bréfum frá honum, er spurt var um ættir, en nokkur handrit hans um þau efni munu til á Austfjörðum, eða hafa verið til skamms tíma. Skal nú ekki út í ættartölur lengra farið, en vera má, að amma mín hafi eitthvað átt það að sækja til Ingibjargar í Húsavík, hve fróð hún var og áhugasöm um sagnir og munn- mæli, framsýn og draumspök. Hún varð ung ekkja, en eftii’ fráfall afa míns bjó hún áfram á Þórarinsstöðum í Seyðis- firði með börnum sinum. Hélzt svo, unz faðir minn giftist og tók til ábúðar nokkurn hluta jarðarinnar. Amma mín lézt 13. ágúst 1915. Svo er um flesta, að fyrstu endurminningar þeirra eru tengdar foreldrum — og ömmum, og svo er um mig einnig- Ég minnist lítillar baðstofu í Efribæ ömmu, en þangað varð mér tíðgengið á fyrstu árum ævinnar, eftir að ég komst á skrið, og jafnan síðan. Tvíbýli var á Þórarinsstöðum, og úr Neðribæ var stutt upp hól eða brekku að halda fyrir hornið á Efribæ og inn um dyrnar þar, sem sneru í suður og til fjalls. Mun þessi leið hafa verið mín fyrsta vegferð utan- húss í lífinu og varð mér jafnan tíðförul. Þegar inn úr dyr- um kom, tók við gangur framhjá stofu og búri, að baðstofu- dyrum ömmu. Þar inni er mér minnisstæðust klukka ein á vegg, tvö rúm naglföst við norðurvegg og eitt við vestur- vegg. I því rúmi svaf amma. Eldstó var við austurvegg, en borð og tveir stólar við glugga á suðurvegg, og sat þar amma oft í öðrum stólnum, er hún sagði mér sögur, lét mig stauta eða þegar ég las fyrir hana síðar, er ég var orðinn læs, en það var eitt mitt mesta uppáhaldsverk, og gat ég setið þannig dögum saman frá morgni til kvölds og lesið upphátt, en amma skýrði og leiðrétti, ef erfið reyndust orðin eða rangt var lesið. Urðu þessir lestrartímar mínar mestu unaðsstundiE og munu bækur þær, er til voru á báðum bæjunum, brátt hafa verið kannaðar og lesnar, sumar oftar en einu sinni- Varð þá að fara á aðra bæi til fanga, og man ég sérstak- lega eftir því, að amma fékk að láni „Þúsund og eina nótt“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.