Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 54

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 54
290 KALlGÚLA OG MUSTERIÐ 1 JERÚSALEM EIMREIÐIN en í raun og sannleika hefði hann með þessu egnt reiði Guðs gegn sjálfum sér. n. Kajusi þótti heldur súrt í brotið, ef Gyðingum ætti að haldast uppi óhegnt að sýna honum lítilsvirðingu einir allra þjóða. Hann sendi því Petróníus1) austur, gerði hann að landsstjóra í Sýrlandi i stað Vítellíusar og skipaði honum að halda með her manns inn í Gyðingaland. Ef Gyðingar féllust á, að líkneskja hans væri reist, átti hann að koma henni fyrir í musteri Guðs. En ef þeir þver- skölluðust, átti hann að sigra þá í ófriði og reisa því næst líkneskj- una. Petróníus brá við þegar, tók við völdum í Sýrlandi og bjóst til þess að framkvæma skipun keisarans. Safnaði hann öllu því liði, er hann gat fengið eystra, tók auk þess tvo rómverska herskara og gekk á land í Ptolemais2) með allt þetta lið. Sat hann þar um veturinn og bjó allt undir herferð næsta vor. Hann ritaði keisar- anum bréf, þar sem hann skýrði bæði frá því, sem hann hefði gert, og því, sem hann ætlaði að gera. Keisarinn lofaði hann fyrir dugnaðinn og bauð honum að halda áfram og hefja vægðarlaust ófrið, ef Gyðingar hlýddu ekki skipuninni. En nú komu tugþúsundir Gyðinga til Petróníusar, þar sem hann sat í Ptolemais, og sárbændu hann, að hann neyddi þá ekki til þess að brjóta lögmál forfeðranna eða breyta gegn því. „En ef þú,“ sögðu þeir, „ert staðráðinn í því að reisa þetta líkan keisarans í musterinu, þá dreptu oss fyrst og framkvæmdu því næst áform þitt. Því að meðan vér höldum lífi, getum vér ekki látið það við gangast, sem forboðið er af löggjafa vorum, og forfeður vorir hafa lýst það hina æðstu dyggð að veita öllu slíku mótspyrnu.“ En Petróníus varð þeim gramur og mælti: „Ef ég væri sjálfur keisarinn og gæti farið fram að eigin vild og hefði ákvarðað þetta, sem þér ræðið um, þá hefðu þessi orð yðar vissulega átt erindi til mín. En nú hefur keisarinn sent mér skipun, og mér ber að hlýða . boðum hans skilyrðislaust, því að óhlýðni við boð hans mun kosta mig dauða og tortímingu á svipstundu." Þá svöruðu Gyðingarnir: „Þar sem þú, ó Petróníus, ert stað- ráðinn í því að óhlýðnast ekki bréfum keisarans, þá erum ver staðráðnir í að óhlýðnast ekki vorum herra, lögmálinu. Vér erum 1) Hinn sami, sem um getur í skáldsögunni Quo Vadis. 2) Sama borg og Acre, norðan við Haifaflóa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.