Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 10

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 10
LJÚS HEIMSINS. ólin eru að koma um gervallan kristinn heim, sem svo er nefndur. Enn einu sinni koma þau með birtu sína og friS inn í skammdegismyrkrið hér norður á Fróni. Það er mikið talað um breytingar og framfarir á vorum dögum. Og víst er um það, að miklar eru þær orðnar, breytingarnar og bylting- arnar í þjóðlífi voru, síðan vér, sem nú erum fulltíða, lifðuni vor fyrstu jól. Ysinn og þysinn er meiri en þá, margfalt meiri. Þægindin eru meiri, bin ytri hlið lífsins glæstari. En jólin sjálf i hjörtum vor mannanna eru engum breytingum háð. Yér getum ætíð þekkt þau á þeim geðblæ barnslundarinnar, sem grípur oss við hverja nýja komu þeirra. Ef vér verðum ekki þessa geð- blæs vör, lifum vér ekki nein ný jól. Boðskapur jólanna er se hinn sami. Stjörnuspekin — astrológían — var sú vísindagrein, sem mestr- ar virðingar og trausts naut í hinum víðfrægu dulfræðaskólum Forn-Egypta, Indverja og annarra menningarþjóða fornaldar. Vitringarnir þrír úr Austurlöndum, sem komu langar leiðir til að hylla nýfætt sveinbarn í jötu austur í Betlehem fyrir nálega tveim árþúsundum, voru úr hópi fræðara við slíka skóla. Þeir komu til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi Ciyðinga- konungur? Því að vér höfum séð stjörnu hans austur frá og erum komnir til þess að veita honum lotningu.“ I Mattheusar- guðspjalli er ennfremur skýrt frá því, að þeir hafi haldið áfram til Betlehem og leitað þar, unz þeir fundu barnið. „Og þeiv gengu inn í húsið og sáu barnið, ásamt Maríu móður þess, og féllu fram og veittu því lotningu. Og þeir opnuðu fjárhirzlur sinar og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrru.“ Þeir sáu — samkvæmt helgisögninni — af ljósi stjörnunnar í austri, að spá- maður mikill var fæddur í mannheim. Þó að fræðigrein þeirra sé nú vart viðurkennd lengur, þá hefur forspá þeirra um mikil-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.