Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 12

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 12
244 LJÓS HEIMSINS eimreiðin efnisheimsins lýkur og hvar geislavald andans tekur við. Og ég hygg, að vísindunum reynist þetta einnig erfitt verk. Vísindin hafa ekki haggað neinu í hinni ævafornu kenningu, sem vitring- arnir úr Austurlöndum grundvölluðu sína astrológisku útreikn- inga á, kenningunni um skipulagsbundna heild alls hins skapaða, kenninguna um macrokosmos og microkosmos, alverund og ein- verund, manninn gagnvart sinni stjörnu, alheiminum og skap- ara alls, sem er. Jólin eru stundum nefnd hátíð ljóssins. Við komu þeirra hér á norðurhveli jarðar hefur myrkur skammdegisins náð hámarki. Vetrarsólhvörf eru að baki, og brátt tekur daginn að lengja á ný. En það ljós heimsins, sem jólin flytja oss, er ekki háð árs- tíðum eða neinum skilyrðum hinnar ytri náttúru. Það ljós lýsir upp hugi þeirra, sem því veita móttöku, hvernig sem umhorfs kann að vera í hinum ytra heimi. Ýmsir erfiðleikar verða á vegi vor flestra, og oft er dimmt hið innra með mönnum, jafn- vel einnig þegar birtan i nátti'irunni er mest og sól hæst á lofti. Ljós hennar fær ekki alltaf rekið þaS myrkur á flótta. En hið milda ljós hans, sem jólin boða, logar yfir oss jafnt í myrkri vetrar sem í vorsins birtu. Það getur læknað öll mannanna mein, ef þeir leita þess og veita því viðtöku. Þetta er ekkert orðagjálfur, heldur hinn æðsti veruleiki, hin eina örugga lausn á vandamálum einstaklinga og þjóða í dag, eins og ætíð áður, einfaldur og óbrotinn sannleikur — í mikilleik sínum og mætti- Ljósið frá Betlehem, sem skín í myrkrinu, jafnt í válegum vetrar- hríðum sem á vorbjörtum langdegiskvöldum, getur útrýmt öll- um deilum í alþjóðamálum, öllum flækjum stjórnmálanna, öllu sundurlyndi út af trúarbrögðum, kynþáttahatri og ríg milli þjóða, á skammri stund, — skapað frið á jörðu, ef það aðeins fengi að verka í vorri vansælu veröld. Þegar skáldið og mannvinurinn dr. John Henry Newman, kardínáli, orti sitt ógleymanlega ljóð, „Lead, kindly Light“, var hann staddur á báti frá Sikiley, en þaðan hafði Newman lagt í ferðina veikur af mýrarköldu, sem hann hafði tekið á eynni- Sjóferðin um Miðjarðarhafið tók langan tíma, en henni var heitið alla leið til Marseille á Frakklandi. Óhagstæð veðrátta seinkaði ferðinni, og þarna viti á öldum hafsins velktist höfund- urinn sárþjáður af sýki þeirri, sem hann hafði tekið. Undir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.