Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 12
244 LJÓS HEIMSINS eimreiðin efnisheimsins lýkur og hvar geislavald andans tekur við. Og ég hygg, að vísindunum reynist þetta einnig erfitt verk. Vísindin hafa ekki haggað neinu í hinni ævafornu kenningu, sem vitring- arnir úr Austurlöndum grundvölluðu sína astrológisku útreikn- inga á, kenningunni um skipulagsbundna heild alls hins skapaða, kenninguna um macrokosmos og microkosmos, alverund og ein- verund, manninn gagnvart sinni stjörnu, alheiminum og skap- ara alls, sem er. Jólin eru stundum nefnd hátíð ljóssins. Við komu þeirra hér á norðurhveli jarðar hefur myrkur skammdegisins náð hámarki. Vetrarsólhvörf eru að baki, og brátt tekur daginn að lengja á ný. En það ljós heimsins, sem jólin flytja oss, er ekki háð árs- tíðum eða neinum skilyrðum hinnar ytri náttúru. Það ljós lýsir upp hugi þeirra, sem því veita móttöku, hvernig sem umhorfs kann að vera í hinum ytra heimi. Ýmsir erfiðleikar verða á vegi vor flestra, og oft er dimmt hið innra með mönnum, jafn- vel einnig þegar birtan i nátti'irunni er mest og sól hæst á lofti. Ljós hennar fær ekki alltaf rekið þaS myrkur á flótta. En hið milda ljós hans, sem jólin boða, logar yfir oss jafnt í myrkri vetrar sem í vorsins birtu. Það getur læknað öll mannanna mein, ef þeir leita þess og veita því viðtöku. Þetta er ekkert orðagjálfur, heldur hinn æðsti veruleiki, hin eina örugga lausn á vandamálum einstaklinga og þjóða í dag, eins og ætíð áður, einfaldur og óbrotinn sannleikur — í mikilleik sínum og mætti- Ljósið frá Betlehem, sem skín í myrkrinu, jafnt í válegum vetrar- hríðum sem á vorbjörtum langdegiskvöldum, getur útrýmt öll- um deilum í alþjóðamálum, öllum flækjum stjórnmálanna, öllu sundurlyndi út af trúarbrögðum, kynþáttahatri og ríg milli þjóða, á skammri stund, — skapað frið á jörðu, ef það aðeins fengi að verka í vorri vansælu veröld. Þegar skáldið og mannvinurinn dr. John Henry Newman, kardínáli, orti sitt ógleymanlega ljóð, „Lead, kindly Light“, var hann staddur á báti frá Sikiley, en þaðan hafði Newman lagt í ferðina veikur af mýrarköldu, sem hann hafði tekið á eynni- Sjóferðin um Miðjarðarhafið tók langan tíma, en henni var heitið alla leið til Marseille á Frakklandi. Óhagstæð veðrátta seinkaði ferðinni, og þarna viti á öldum hafsins velktist höfund- urinn sárþjáður af sýki þeirri, sem hann hafði tekið. Undir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.