Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 18

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 18
250 UM LISTSKÖPUN FYRR OG NÚ EIMREIÐIN vísindum, varð með öðrum orðum vélræn í eðli sínu, og uin leið tóku menn að ofmeta vitsmunalífið á kostnað kærleiks- eðlisins. Fornmenntastefnan eða húmanisminn gekk í þá átt að búa mönnum eftirsóknarverða vist hér á jörðu, af eigin hyggjuviti voru, án þess að biðja guð um handleiðslu. Húmanisminn varð því upphafið að einstaklingshyggjunni, en hún aftur upphafið að þeirri sérdrægni, sem mannkynið stynur nú undir. Sér- drægnin elur af sér eigingirnina, og af henni stafar svo sxi styrjöld allra gegn öllmn, sem einkennir samtíð vora. Nú berjast ekki aðeins ríkin hvert gegn öðru, heldur er hvert ríki sjálfu sér sundurþykkt, með þeirri flokkabaráttu, sem háð er í hverju þjóðfélagi. Þessi sjálfsdýrkun og flokkshyggja er nú komin út í svo miklar öfgar, að til eru fjölskyldur, þar sem hver höndin er upp á móti annarri, maki berst gegn maka, börn gegn for- eldrum og sjálf innbyrðis, bróðir gegn systur eða bróður, systir gegn bróður eða systur, og svo langt gengur sundrungin, að mennirnir eru nú vansælli i hjarta sínu en áður, og fyrir sumra sjónum lífið svo napurt, að óbærilegt er. Á öllum liðnum menn- ingartimabilum var til einhver sameiginleg andleg hugsjón, sem allir listamenn þráðu að tjá. Nú er engin slík hugsjón lengui' til, því efnishyggjan getur aldrei orðið öllum sameiginleg hug- sjón. En hún hefur hins vegar valdið mönnunum örlagaríku andlegu gjaldþroti. — Vér sjáum, að endurfæðingartimabilið, sem svo mjög ■ hefur verið vegsamað, varð upphafið að nei- kvæðri þróun. f listinni varð síðasta afleiðing þeirrar þróunar: upplausn. f fyrstu var viðfangsefni listarinnar andlegt líf mannsins, ef undan er skilin listaframleiðsla hellnabúa frá frumöid, síðan sálarlíf mannsins og nú síðast jarðlíf hans. Með því hófst a sínum tima tilhneigingin til að mála fyrst og fremst landslag, en með þróun þessarar greinar málaralistarinnar minnkar smám saman áhugi listamannsins fyrir lífsgildi sjálfrar mann- verunnar, sem að lokum endar með því að afskræma hið mann- lega bæði í málara- og myndhöggvaralist. Þar með nær efnis- hyggjan alræðisvaldi í list og náttúrudauðaskeiðið, sem svo mætti nefna, er hafið. Þá titrar kramið hjarta listamannsins á skræl- þurri eyðimörk vitsmunalífsins eða kvelst í feni djöfladýrkunar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.