Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 28

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 28
Leikritaskáldið Eugene O'Neill (16. oklóber 1888—27. nóvember 1953). Eftir (lr. Stefán Einarsson. 1. Nú eru tuttugu og fjögur ár síðan ég skrifaði fyrstu grein mína í Eimreiðina (1930) um Eugene O’Neill, sem þá bar einna hæst amerískra leikritahöfunda, enda fékk hann Nóbelsverðlaun sex árum síðar. Áður hafði hann þrem sinn- um fengið hin amerísku Pulitzerverðlaun: fyrir Beyond th& Horizon (1920), fyrir Anna Christie (1921) og fyrir Strange Interlude (1928). Það var síðasti leikurinn, sem ég taldi í grein minni. Eftir það skrifaði hann Dynamo (1929) og hinn mjög fræga þrileik Mouming becomes Electra (1931), sem sennilega hefur ekki hvað sízt átt þátt í að afla honum Nóbelsverð- launa. Þá skrifaði hann Ah Wilderness (1933) og Days With- out End (1934), en siðan ekki neitt fleira fyrr en tólf árum siðar: The Iceman Cometh (1947), og var það svanasöngur skáldsins (ef svanasöng skyldi kalla) á amerískum leiksvið- um. Þó gaf hann út einn leik enn, sem aldrei var sýndur: A Moon for the Mis-Begotten. Hann var fullskrifaður 1943, en ekki prentaður fyrr en 1952. Þótt hann hafi ekki verið sýndur á Broadway, hafa norræn þjóðleikhús ekki vanrækt að sýna hann. Sennilega hafa Islendingar kynnzt þeim af leikritum O’- Neills, sem kvikmynduð hafa verið. Þau eru þó nokkur, svo sem The Empei'or Jones, Anna Christie, Ah Wílderness og Tlie Iceman Cometh. Man ég það, að ég sá Grétu Garbo í önnu Christie (um eða eftir 1930). Var það fyrsta talmynd, er hún lék í, og brá mér ónotalega í brún að heyra hina karlmannlegu rödd leikkonunnar, þó að hún væri tilvalin í þeim leik.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.