Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 32

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 32
264 LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL EIMREIÐIN frumskóginum, reis villimannseðlið upp í honum og ærði hann. I Anna Christie (1921) er hafið hinn mikli dragvaldur í ævi sænska skipstjórans gamla. Hann sendir önnu dóttur sína til Minnesota, eins langt frá sjó og komist verður, til að forða henni frá áhrifum hafsins, en allt kemur fyrir ekki. Hún er þar eins og fiskur á þurru landi, hrasar í öngum sínum og flýr aftur til New York, þar sem hún giftist írskum sjómanni. 1 The Hairy Ape (1922) er villimaður að lifna til umhugs- wnar um sjálfan sig og mannheim, en kemst ekki lengra en að skynja það, að hann er á rangri hiilu í lífinu. Verður hon- um það síðast fyrir að óska þess, að hann væri aftur orðinn skynlaus api. Þess vegna gengur hann í búr górillans, sem kyrkir hann í greip sinni. 4. Á árunum 1922—27 reyndi O’Neill að brjóta bönd vanans bæði í efni og formi, skapa leikrit í nýjum anda og af nýrri gerð fyrir nýtízkusvið. Leiksviðið, sem hafði verið realistiskt, varð nú sýmbólskt eða expressíónistiskt. Ljós og skuggar fengu nýtt hlutverk, ýkjur og afskræmi héldu inn- reið sína á sviðinu. Grímur, sem Grikkir höfðu notað, voru teknar upp á ný til að sýna eðli sálarinnar, sömuleiðis eintöl Shapespeares og ávörp til áheyrenda. Þetta var allt ónáttúra, sem gamla realistiska sviðið hafði löngu bannfært. Bæði leikhússmenn og höfundar leituðu nú veruleikans á bak við veruleikann og hefðu helzt viljað gera leikhúsið að kirkju nútímans, eins og þeir töldu að leikhúsið hefði verið á dög- um Grikkja og eins og það var í öndverðu á Vesturlöndum sprottið úr skauti kirkjunnar. Yfir þessum vötnum svifu andar Strindbergs, Nietzsches og Freuds. Nietzsche var heimspekingur O’Neills fyrir 1927, Freud eftir það, í stórum dráttum. Raunar var það ekki fyrst og fremst hin kunna ofurmennis-heimspeki Nietzsches, sem hafði áhrif á O’Neill, þótt hann læsi Also sprach Zara- thustra, þegar hann var í Harvard. Það var fremur bókin Die Geburt der Tragödie aus dem Geiste der Musik (1871)) sem varð biblía O’Neills um tíma. 1 þessari bók sýnir Nietzsche fram á tvieðli hinnar grísku leiklistar og táknar það með tveim goðum Grikkja, Appollo og Dionysos. Appollo er goð

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.