Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 36
268
LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL
EIMREÍÐIW
og svífst Nína einskis til að stía ungu hjónaefnunum sundur
og myndi hafa tekizt það, ef Darrell hefði ekki hindrað.
Um þetta leyti deyr Evans úr slagi, og er Nína þá tilbúin
að giftast hinum gamla föðurlega vini sínum, Marsden, svo
að þau bæði geti rotnað í friði. Saga þessi gerist í Nýja
Englandi, eins og Desire under the Elms, og er fróðlegt að
bera þessar tvær fjölskyldur saman. Bændafjölskyldan, sem
á að vera frá því um miðja 19. öld, lifir í fullkomnu sam-
ræmi við náttúruna, einnig þá mannlegu (svipað og Gunnar
gamli í Guð og lukkan eftir Hagalín). Þannig venur unga
konan þar bóndasoninn undan móður sinni með því að leggja
hann í sæng hjá sér. I þessum leik er aftur á móti um siðað
fólk að ræða; því dettur ekki til hugar að fylgja hvötum
sínum, þess vegna á það á hættu, að hvatirnar stingi upp
kollinum síðar og geri það taugaveiklað og óhamingjusamt.
Saga Nínu er ekkert einsdæmi. Hún gæti verið saga hverrar
konu sem væri. Leikurinn varð vinsælasti leikur O’Neills
á sviði, þrátt fyrir lengdina. Menn fóru að sjá hann klukkan
hálf sex, borðuðu í hléi og sátu svo til klukkan ellefu. Að
hann var svo langur stafaði af því, að O’Neill lét sér ekki
nægja að skrifa, hvað persónurnar sögðu, heldur skráði
hann líka, hvað þær hugsuðu í hugrunastíl, eins og skáld-
söguhöfundur.
Auk Strange Interlude er Mouming Becomes Electra (1931)
stærsti og stórfenglegasti leikur O’Neills. I þessum þríleik
tvinnar hann saman efnið úr forn-grískum leikjum um sifja-
spell og föður- eða móður-morð við sálarfræði eða sálsýkis-
fræði Freuds. Electra er systir Orestesar, en þau tvö systkin
hefna föður síns, Agamemnons, með því að drepa Klýta-
mnestru móður sína og Ægisthos, friðil hennar. Raunar
höfðu sálsýkisfræðingarnir sjálfir dregið jafnaðarlínur frá
hugmyndum sínum til hinna fornu harmsagna: Þeir höfðu
löngum talað um Oidipus-fléttuna (,,komplexið“), er átti að
vera sálarástand Oidipusar konungs, er drap föður sinn og
kvæntist síðan móður sinni.
1 leik O’Neills svarar Ezra Mannon hershöfðingi til Aga-
memnons (nafnlíking af ásettu ráði), Kristín, kona hans,
til Klýtamnestru, Adam Brant, bróðursonur Ezra og friðill