Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 39
eimreiðin
LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL
271
(1952). Þeir eru báðir, og einkum hinn fyrri, fullir lífsleiða
og örvæntingar.
The Iceman Cometh (ísmaðui'inn táknar dauðann) var
síðastur leika O’Neills leikinn í New York, en fékk hálfkaldar
viðtökur. Ástæðan var ekki sú, að það væri verri leikur eða
svartsýnni en Mourning Becomes Electra til dæmis. Hitt
var heldur, að eftir stríð hið síðara og verra hafa allir leikir
skáldsins þótt úreltir í Vesturheimi, því að hvað áttu kross-
farar gegn and-Kristi (fyrst Hitler, svo Stalin) að gera við
það að leita eftir tilgangi lífsins? En sú leit lét O’Neill aldrei
í friði.
Eins og fyrstu leikir O’Neills fjallar þessi leikur um úr-
hrök mannfélagsins, drykkjurónana. Hann gerist á hafnar-
bakka í New York sumarið 1912 í verstu tegund af knæpu,
síðasta afdrepi og hæli róna, sem hafa kastað frá sér allri
von um lifanda líf. Einn af fastagestum knæpunnar, fyrr-
verandi stjórnleysingi, Larry Slade, orðar það svo: „Þetta
er vonlausa knæpan, byggð á undirstöðu, þar sem dýpra
verður ekki grafið, kaffihúsið á leiðarenda, ,,Ratskeller“ á
sævarbotni. Takið þið ekki eftir fegurð lognsins, sem ríkir
hér? Það er af því að þetta er þrautalending, síðasta höfn . .
Þrátt fyrir allt halda menn hér uppi eins konar lífi, þótt
oftast sé það ekki annað en dagdraumar um daginn í gær
eða á morgun. Lognið í knæpunni virðist ætla að breytast
í óstöðugt veður, ef ekki storm, er inn kemur Harry Hick-
man, áður gleði- og drykkjumaður mikill. Hann boðar félög-
unum þann fagnaðarboðskap, að þeir skuli vakna af lifandi
svefnförum sínum og ganga út í bert loft lífsins. Slíka loft-
lagsbreytingu þola rónarnir þó ekki vel, enda eru þeir innan
skamms setztir að sumbli á ný. En knæpan er ekki söm,
jafnvel viskýið og svartidauðinn virðast hafa misst kraft:
,,Hvað gerðirðu við þennan svartadauða?" spyr einn gestur-
inn, „það er ekkert bragð að honum lengur.“ Það kemur
upp úr kafi, að aðferð Hickeys til að sætta sig við lífið og
reyna að lifa því á mannsæmandi hátt var sú, að stytta konu
sinni aldur, ekki af því að þau hötuðust, heldur af því að
hann, drykkjumaðurinn, þóttist aldrei getað lifað svo sem
henni hæfði. En þegar lögreglan kemur eftir honum, þá dett-