Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 44
F □ R N I N
(INDVERSIÍ SAGA)
eftir
Nergis Dalal.
Bifreiðin rann mjúklega eftir dældóttum veginum. Gljáfægður
skrokkur hennar var nú þakinn þykku ryklagi. Leiðin lá með-
fram sviðnum ökrum, sem teygðust í skrælnuðum langrákum alla
leið upp að f jallsrótum, en yfir f jöllunum hvíldi blá, þunnleit móða,
eins og reykur.
Herra Trian glápti gráðugum augum út um bílgluggann. Hann
var kominn til að sjá Indland og ákveðinn í að láta ekkert fram
hjá sér fara ókannað. Hann hafði séð safarík beitilönd, græn-
skrýdd hæðadrög og aflíðandi teræktar-sléttur. Hann hafði rann-
sakað rústir, hof og nýreistar stíflur. Og hann hafði ákveðið að
sjá með eigin augum héruðin, þar sem nú herjaði hungursneyð-
Hann þurfti að ná í myndir af deyjandi konum úr sulti, með slap-
andi brjóst, og af börnum með beinkröm og uppþembda maga-
Hann ætlaði að birta þessar myndir í dagblaðinu sínu, þegar hann
kæmi heim, og hann vildi því hafa þær góðar.
Ferðafélagar Trians virtust hvergi nærri eins hrifnir af um-
hverfinu og hann, en það breytti í engu áformum hans. Hitann
lagði með óstjórnlegum mætti inn um lokaðar glerrúðurnar, og
rykið síaðist inn í bifreiðina og þakti dýrindis dúkinn, sem hún
var fóðruð með að innan.
Yngri konan þeirra tveggja, sem með voru, þerraði svitann aí
andlitinu og hallaði sér örmagna aftur á bak í sætinu. Hún var um
tvítugt, andlitsfríð og hörundsbjört, með hrafnsvart hár og tindr-
andi augu. Eldri konan var systir Trians. Hún var þakin þykku
ryklagi, eins og bíllinn sjálfur, fötin, hárið, jafnvel augnalokin.
Hún virtist ekki veita þessu neina eftirtekt, lá með lokuð augu
og hálfopinn munn, virtist dotta öðru hvoru.
Bílstjórinn einn virtist ekki verða fyrir neinum óþægindum
hitanum. Hann var ungur Indverji, stýrði bílnum með öruggum,