Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 48

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 48
280 FÓRNIN eimreiðin ekkert lífsmark að sjá. Líkast var eins og aldrei hefði nokkur lifandi vera átt heima á þessum slóðum. Það var orðið framorðið, þegar ferðafólkið ók inn í þorpið Dak. Gamall, syfjulegur maður kom í ljós á svölum gistihússins og skimaði með undrunarsvip niður á stóru bifreiðina og fólkið, sem út úr henni kom. Gistihúsið var ein af þessum venjulegu krám, þar sem allt er þakið ryki og köngurlóarvef jum, húsgögnin óhrein, rúmin gömul og hriktandi, rúmf jaðrirnar brotnar og úr sér gengn- ar. En nú ók flutningsvagninn einnig í hlað. Þjónamir flýttu sér að láta hreint lín í rúmin og matreiða handa gestunum. Bifreiðaljósin og ysinn og þysinn, sem þessari óvenjulegu gest- komu fylgdi, dró að sér athygli þorpsbúa. Þeir birtust eins og vofur umhverfis krána. Helena varð fyrst til að taka eftir þeim og gat ekki að sér gert að reka upp hræðsluóp, sem vakti athygli samferðafólksins á þessum hryggðarmyndum. Þarna voru líka nokkur börn, brjóstumkennanlegar píslir, grindhoraðar, fætur og handleggir eins og örmjó prik, en maginn útblásinn og þrútinn. Þau stóðu þarna og störðu stórum, sljóum augum. Andlitin hrukk- ótt og nánast ellileg. „Ó, það er hræðilegt að sjá þessa aumingja," sagði Helena í meðaumkunarróm. Trian neri saman höndum og sagði: „Ég skal sannarlega taka myndir á morgun, þær hljóta að verða ágætar.“ Svo sneri hann sér að Pritam og bætti við: „Segið þeim, að ég þurfi að fá þá til að sitja fyrir hjá mér á morgun. Segið þeim líka að koma hingað með það kvenfólk sitt, sem næst sé hungur- dauða — og ungbörnin líka. Segið þeim, að ég muni gefa þeim brauð.“ Pritam Singh mælti eitthvað stuttlega við þann elzta í hópnum- Hann beindi sjónum sínum að Trian og starði á hann lengi. Það fór óþægilegur hrollur um blaðamanninn og hann sagði: „Hvern fjandann er hann að glápa, eða skilur hann ekki?“ Þorpsbúinn snéri sér að Pritam og tautaði eitthvað. Pritam mælti: Hann segir, að þér skuluð koma út að kofunum þeirra í fyrramálið eftir sólarupprás, og þá skuli þeir sýna yður það, sem þér biðjið um. Hann spyr einnig, hvort það sé nokkuð fleira, sem yður langi til að sjá.“ Trian brá á glens og sagði: „Já, segið honum, að ég hefði gaman af að sjá mannfórnir.“ Svo rak hann upp rokna hlátur. Pritam Singh horfði á hann þögull, svo hláturinn þagnaði á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.