Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 49

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 49
eimreiðin FÖRNIN 281 vörum Trians. Þorpsbúar tíndust burt, hurfu aftur út í myrkrið, þaðan sem þeir komu. Þjónarnir höfðu framreitt ágætan kvöldverð. Það var mest- megnis niðursoðinn matur og kaffi með sykri og rjóma á eftir máltíð. Konurnar virtust ekki hafa matarlyst. Helena lézt borða og veitti því athygli, að Pritam Singh lét sem hann sæi ekki réttina. Hann sötraði kaffi og horfði út í bláinn. Frú Jordan hafði meira að segja litla matarlyst. Hún nartaði öðru hvoru í matinn, en horfði þess á milli út í myrkrið, eins og hún ætti von á að sjá þar glytta í kolsvört augu í horuðum andlitum. Frúnni var órótt í skapi. En Trian borðaði af beztu lyst. Hann hámaði á sig matinn og þurrkaði sér öðru hvoru um munninn með hvítri handþurrku, mokaði á disk sinn aftur og aftur og hrauð á stuttri stundu allt, sem á hann kom. Næsti dagur rann upp, sólheitur og bjartur. Álengdar sáust fá- ein visnuð tré við uppþornaða lind. Ofurlítill grænn blettur voru einu menjarnar eftir vatnið, sem einhvern tíma hafði þarna verið. Trian tók upp ljósmyndavélina og varpaði bandinu, sem hún hékk í, um öxl sér. Svo sagði hann: „Jæja, Pritam, þá skulum við koma.“ Pritam Singh svaraði kuldalega: ,,Ég fer ekki.“ Trian hvessti á hann augun, grár í framan af vonzku: „Hvað á þetta að þýða?“ spurði hann hvatskeytslega. Ungi Indverjinn svaraði rólegur: „Mér er borgað fyrir að sýna yður landið og ekkert annað, og ég fer ekki fet.“ Trian stóð orðlaus og gapti. Hann var eldrauður í framan. Það var auðséð, að hann tók á öllu, sem hann átti, til að stjórna skapi sínu. Loks þreif hann hatt sinn og gekk til dyra. Brenn- heit sólin laust hann sínu sterka, hvíta ljósi, en hann veitti því enga eftirtekt. Gremjan sauð og vall í honum. Jörðin undir fótum hans var dældótt. Á ökrunum lá uppskeran skrælnuð og ónýt í hitanum. Árfarvegurinn meðfram þeim var fyrir löngu þurr orð- inn. Trian hnaut öðru hvoru um þúfurnar, bölvaði lágt og brölti aftur á fætur. Hann var klæddur léttum fötum, en þó of heitum í þessu veðri. Svitinn lak af honum og myndaði bleyturákir á kápunni hans. Hann tók upp ilmvatnsborinn vasaklút sinn og þerraði sig með honum. Og nú var hann kominn út að kofunum. Menn og konur lágu hreyfingarlaus í dyragættum kofanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.