Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 50
282 FÖRNIN EIMREIÐIN Það var í fljótu bragði ómögulegt að segja um það, hvort þetta fólk var ungt eða gamalt, svo óhreint var það í framan. Það stóð ekki á fætur, þótt Trian kæmi, heldur lá áfram hreyfingarlaust, en fylgdi honum með hálfbrostnum augunum. Trian komst allur á loft. Þetta var stórkostleg sjón. Hann hlaut að geta náð af þessu fólki alveg afbragðs skýrum myndum. Trian beygði sig ofan að konu einni, sem lá hálfnakin í einni gættinni, með barn við brjóst. Hann beygði sig nær og gægðist framan í þau. Barnið var dáið. Það lá enn með opinn munn, eins og það væri að leita næringar þeirrar, sem engin var til hjá móðurinni- Trian lagði sína feitu hönd á horaða öxl hennar. Hann ætlaði ekki að gera annað en að reyna að fá hana til að færa sig út úr skugganum í kofadyrunum. En þá var allt í einu eins og loftið fylltist einhverri annarlegri rafmagnaðri kyrrð. Hann hrökk við og leit í kring um sig. Út úr kofunum skreiddust menn og konur, risu hljóðlega á fætur, eins og vofur. Kofarnir mynduðu hálfhring um stóra flöt, og áður en varði höfðu vofurnar lokað hringnum að fullu. Þær færðu sig nær, hræðilega þögular, og Trian fann ótal svört augu stara á sig, fjötra sig og lama með einhverri grúfandi, miskunnar- lausri ógn, einhverju ákveðnu, hrollvekjandi markmiði. Váveifleg andlitin færðust nær og nær í grafarkyrrð, og hringurinn þrengd- ist óðum. Trian titraði af ótta, horfði skelfdur í kringum sig, hörfaði aftur á bak, unz hann rak sig á einn kofavegginn. Hvarvetna mættu honum dökk andlit. Þau báru hann ofurliði. Úr kolsvörtum augunum skein dulmögnuð, ástríðufull, máttug glóð. Trian stóð sem lamaður. Mannaþefinn lagði fyrir vit honum, er þeir færðust nær og nær. Honum fannst hann ekki geta hrært legg né lið. Þó herti hann sig upp, reif frá sér kápuna og náði í veskið sitt, sem var úttroðið af peningaseðlum. „Hana! Takið við þessu, takið við þessu!“ hrópaði hann með andköfum. En seðlarnir féllu úr máttlausum höndum hans, án þess nokkur liti við þeim, og voru troðnir undir fótum. Þegar Trian sá, að peningarnir höfðu engin áhrif á þyrpinguna, náði skelfing hans hámarki. „Hjálp!“ æpti hann, „hjálp! hjálp!“ Andlitin með augunum svörtu komu nær og nær. Það blikaði á hnífa. Svo heyrðist langt angistaróp, sem endaði í sárri stunu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.