Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 52

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 52
cJ^ítifi Irot ilr (ífii óiná Eftir Björgvin Guðmundsson. [1 eftirfarandi grein lýsir Björgvin tónskáld Guðmundsson bernskuheimili og hugsanalífi islenzks sveitadrengs í lok 19. aldar. — Ritstj.] Sá kapítuli, sem hér er skráður, hefst litlu fyrr en rás viðburð- anna siglir sinu valta fleyi úr hinu byrsæla hafi nítjándu aldar- innar yfir í ólgusjó hinnar tuttugustu. Á mánabjörtu vetrar-kvöldi skyggnumst vér inn í lága og þrönga baðstofukytru á heiðarbýlinu Fellshorni. Allir eru í rökkursvefni nema Torfi litli Grímsson, fjögra ára gamall snáði, sem heldur sig í tunglsgeislanum frá litla þakglugganum á suðurhlið bað- stofunnar. Hann getur ekki sofið, og hugur hans er sí-starfandi við sín barnalegu og tilhlökkunarríku hugðarefni. Hann varð snemma bústinn og þriflegur strákur, og hófst sá þáttur í lífs- ins bók, sem tilheyrir honum, á þeim atburði, að læknir varð að toga hann með töngum inn í þessa veröld, hvar fyrir hann vottaði sitt þakklæti með öllum þeim angurværðar-hávaða, sem hann hafði yfir að ráða. En næstu 3—1 mánuðina hafðist hann ekki að nema að sofa og sjúga pelann sinn milli dúranna, en raunar þó við mjög góðan orðstír, því að hann þótti mesta spektar-barn- Ársgamall sagði hann ma-ma, ba-ba og do-do, ná-ná, þegar hann sá eitthvað, sem honum þótti girnilegt. Þegar hann var tveggja ára, gat mamma hans nokkurn veginn skilið mál hans, svo stutt sem það náði, en þriggja ára mátti hann heita altalandi. Og úr því fór hann að veita umheiminum athygli og hugsa um hann á sína vísu. En umheimurinn var ekki tiltakanlega stór, land- fræðilega lítið annað en túnkraginn, sem í meðalárum gerði lítið betur en að fóðra eina kú, því að víðsýnið var honum tiltölulega óljóst. Að vísu stóð kotið hátt til brúnar, á þeim takmörkum þar, sem lengsti dalur sveitarinnar var orðinn að allbreiðri, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.