Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 53

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 53
EIMREIBIN LlTIÐ BROT OR LlFSINS BÓK 285 örgrunnri hvilft í hálendinu. Var ekki trútt um, að blárri slikju slægi á hæðirnar hinumegin dalsins vegna fjarlægðar, og yfir þær gnæfðu svo víðs vegar tindar og fjallgarðar í mörgum fjarlægð- um og nálega öllum blámans litum. Eftir miðri þessari hvilft rann vatnsmesta fljót sveitarinnar, á æsksukeiði sínu, með eins mikl- um hávaða og yfirlæti og því var framast unnt, en naut þó ekki meiri virðingar að svo komnu en að vera nefnt bara ,,Kvíslin“. Þá rann önnur kvísl skáhallt á þeim takmörkum hvilftarinnar, sem kotið stóð við, og sú þriðja eftir útskoti frá aðal-dalnum, að baki þeirrar hæðar, sem býli þetta stóð hinum megin í, og sam- einuðust svo allar kvíslamar neðar í dalnum. En upp úr hæðinni, lengra til lands reis fagurt, en svipmikið fjall, sem Þverfell hét, en nefndist aðeins „Fellið“ í daglegu tali. Meginið af því umhverfi, sem nú hefur verið frá skýrt, var ekki ljósara í meðvitund Torfa litla en svo, að vart mundi hann álíta, að það tilheyrði þessum heimi. Þá var það engu stærri hluti mannkynsins, sem hann hafði kynni af að svo komnu, því að hann var sjálfur einn sjötti hluti þess. Hitt fólkið var: foreldrar hans, Grímur Þorláksson og Sigrún Torfadóttir, Runki gamli ömmu- bróðir, sem Torfi litli kallaði afa, var hann fósturfaðir Sigrúnar húsfreyju og fyrrum bóndi að Fellshorni, en nú í horninu hjá fóstru sinni, Dabbi vinnumaður og Gunna vinnukona. Jú. Að sönnu höfðu ókunnugir menn komið þar á bæinn, ef það voru þá eiginlega menn. Torfi litli var semsé hálf-hræddur við þá alla. Hann hélt, að þeir vildu gera mömmu sinni eitthvað illt, jafnvel deyða hana. Og svo mundi hann til, að eitthvert kvenfólk hafði komið í heimsókn, en það var víst eitthvað í ætt við hana Gili- trutt og bjó víst í hólum, eins og hún. Annars var hið litla um- hverfi óþrjótandi umhugsunarefni, því að nálega hvert moldar- barð og hver lyngtorfa frammi í Fellinu, þar sem þríhöfðaði þursinn, hann Loðinbarði Strútsson, átti heima, tóku á sig gervi einhvers búshlutar í augum Torfa litla. Þá urðu ýms orð afar dularfull í huga hans, svo sem bergmálið. Það stafaði víst frá huldufólkinu. Torfi litli gerðist með hverri viku forvitnari og spurulli um allt, sem fyrir augu og eyru bar. Og hann var líka svo lánsamur að vera í nánu vinfengi við vitrasta og lærðasta manninn í heim- inum, mann, sem vissi bókstaflega allt og var auk þess ævinlega til reiðu með að greiða úr spurningum hans, en þessi maður var Runki gamli. Það var raunar ein úrlausn Runka, sem hann gat ekki fellt sig við. Hann hafði sem sagt í allt sumar séð svo greini-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.