Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 54
286
LlTIÐ BROT ÍTR LlFSINS BOK
eimreiðin
lega kolryðgaðan ljá liggja á melnum handan við heima-kvíslina,
en Runki sagði, að þetta væri bara moldarbarð. Að vísu gat ekki
komið til mála að efa staðhæfingu Runka, eftir hans beztu vitund.
En kannske vissi hann ekki um ljáinn þarna, og hann sá ekki
vel. Það vissi Torfi litli síðan í haust, að Runki hafði ómögulega
getað séð hestana niðri í flóanum, enda hafið hann oft heyrt
Runka segja, að hann væri farinn að sjá illa. Reyndar hefði hann
getað spurt pabba sinn um þetta með ljáinn, en hann var alltaf
svo alvarlegur, eins og líka var eðlilegt, þar sem hann var ríkasti
og mesti maðurinn í heiminum. Þess var varla að vænta, að slíkur
höfðingi gæfi sér tíma til að sinna spurningum hans. Og Torfi
litli var líka alltaf hálf feiminn við pabba sinn og reyndar mömmu
sína líka, því að hún var bezta manneskjan í heiminum. Hún
kunni allt guðsorðið og var gagnkunnug í himnaríki, þar sem
guð sat í hásætinu í fallega húsinu sínu. Þar áttu englarnir,
vinnufólk drottins, heima, og þeir fallegustu og beztu stóðu alltaf
fyrir hásætinu og sungu fyrir guð og um hann, og þeir sungu
jafnvel betur en pabbi hans, sem var þó næsta ótrúlegt. En ekki
kom samt til mála að efa það, sem mamma hans sagði, því að
hún vissi allt um himnaríki. Hún sagði, að allir, sem væru góðir
og breyttu vel, færu þangað, þegar þeir dæju, og væru þar með
englum guðs. Og þess vegna ákvað Torfi litli að vera alltaf góður
og breyta ævinlega vel. Nei. Mamma hans var ekki eiginlega
manneskja, nema að nokkru leyti. Hún var svo góð og guðrækin,
að hann kom sér ómögulega fyrir með að spyrja hana um jarðnesk
efni.
Og ekki hafði hann lag á að fræðast mikið af Dabba, hann
var að vísu hraustasti og snjallasti maðurinn í heiminum, á karl-
mannlega vísu, og hann gat víst allt. Og Torfa litla var mjög
hlýtt til hans, einkum síðan í haust, að hann færði honum fullan
kassa af skeljum, sem hann hafði tekið úr sjónum. Það var í
fyrsta skipti, sem Torfi heyrði sjóinn nefndan. Hann fór því að
spyrja um sjóinn, og öllum kom saman um, að hann væri afskap-
lega stórt vatn. Og Torfa litla dreymdi sjóinn, en í draumnum
var hann ekki annað en gríðarlega stór pottur, meira að segja
botnbrotinn, því að vatnið ýmist hvarf að mestu niður um botn-
inn eða kom upp aftur. En satt var það, að stór var þessi pottur.
Og allt um það voru skeljarnar ákjósanleg leikföng. Og hann
gerði krákuskeljarnar að kindum, kúskeljarnar að kúm, hörpu-
diskana að hestum og kuðungana að hunduni. Og hann rak stór-
bú í rúmunum í baðstofunni. Koddi og yfirsæng urðu að fjöllum,