Eimreiðin - 01.10.1954, Side 55
eimreiðin
LlTIÐ BROT tJR LlFSINS BÖK
287
en bilið milli yfirsængur og rúmstokks að láglendi, og stóð höfuð-
bólið oftast 1 krikanum, þar sem koddi og yfirsæng mættust.
------Og svo var nú hún Gunna vinnukona. En hún var bara
kvenmaður og verst, hvað hún gat verið öldungis skilningslaus
á karlmannlega yfirburði. Þarna gat hún farið að jagast og orðið
bara fokvond, ef hann bleytti sig í fæturna og sporaði gólfið.
Það, sem var þó svo karlmannlegt að vera blautur og spora gólfið,
eins og glæsimennið hann Dabbi gerði oft. Nei. Hann gat ekki
borið neina virðingu fyrir Gunnu, samt var hún stundum góð við
hann, en þó oftar önug, enda stóð honum svo sem á sama, hvernig
hún var. Hún var bara kvenmaður.
En Torfi litli var samt ekki að hugsa um þetta núna, þar sem
hann sat flötum beinum í tunglsgeislanum við að leika sér með
kuðungana sína. Nú var hann að hugsa um jólin, sem hann hafði
heyrt að kæmu ekki á morgun og ekki hinn daginn, heldur hinn
daginn. Mamma hans hafði þá um daginn verið að baka sætar
kökur og vöfflur, sem hún sagði, að ættu að vera til jólanna, og
hún hafði gefið honum að smakka ögn á þessu góðmeti og sagt,
að þetta fengi hann á jólunum, að allir ættu þá að fá sætt kaffi,
svo yrði látið loga ljós i baðstofunni alla jólanóttina, allir færu
í sparifötin og hann mætti meira að segja sofa í þeim um nóttina.
Upp úr þessum hugleiðingum stökk Torfi litli á fætur og rak
upp eins konar tilhlökkunarskræk, svo hvellan, að allir vöknuðu.
„Skárri eru það nú lætin í þér, strákur, að maður skuli ekki
hafa frið að sofa. Það er naumast sláttur á þér.“ Það var Gunna,
sem talaði.
„O-jæja, stúfurinn, þetta er ungt og leikur sér,“ rumdi Runki
gamli. „Og ætli ekki sé orðið mál að gefa kúnni.“ Og hann fór
að raula sína hversdagsvísu með sínu hversdagslagi, svo hljóð-
andi:
„Faðir minn átti fagran lund, sem fár þó grætur,
að honum eyddi heiftug mund,
harma ég einn um daga, kvöld og nætur.“
Torfi litli þóttist nú ósvinnur orðið hafa og lúpaðist nokkuð
við ávarp Gunnu. En annað fólk ók sér um stund og geispaði úr
sér svefninn. Síðan kveikti Sigrún húsfreyja á lampanum, en
Runki fór að gefa kúnni. Var svo tekið til tóvinnu eins og venju-
lega. Grímur bóndi kembdi, en húsfreyja spann. Dabbi tvinnaði
band, en Gunna prjónaði sokk og Runki þæfði vettlinga og raulaði
af og til vísuna sína. Torfi tók upp leiki sína jafnskjótt og hann