Eimreiðin - 01.10.1954, Side 59
□ LYGINN SAGÐI MER
Saga
eftir DavíS Áskelsson.
[Höfundur sögunnar, sem hér birtist, er fæddur að
Þverá i Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 10. apríl
1919. Eftir að hafa stundað nám við Gagnfræða-
skólann á Akureyri og við Beder Gartnerskole á
Jótlandi, vann hann að garðyrkjustörfum á Kirke-
nes í Norður-Noregi og hér heima, en fór siðan á
Kennaraskólann í Reykjavík og tók þar kennarapróf
vorið 1944. Hefur síðan verið kennari við Gagn-
fræðaskólann i Neskaupstað. Árið 1942 kom út eftir
höfundinn ljóðabókin „Völt er veraldar blíða“, og
auk þess hefur hann birt eftir sig ljóð, smásögur og
fleira í blöðum, og haft á hendi ritstjórn þáttanna
„Ferhendurnar lifa“ og „Milli fjalls og fjöru“ i
í vikublaðinu „Austurlandi". — Ritstj.}
DauíS Áskelsson.
Það er alveg áreiðanlegt! Ein fjöður getur orðið að fimm
hænum, ekki aðeins í ævintýri eftir Andersen, heldur einnig
í bláköldum veruleikanum hér heima á Fróni. Ein lítil fjöður
í Danmörku eða íslandi eða hvar sem er í víðri veröld hefur
þennan furðulega hæfileika til þess að stækka og margfald-
ast, eins og hún sé mögnuð einhverjum óskiljanlegum vaxtar-
og frjósemismætti.
Þó er þessi litla fjöður ósköp hversdagsleg og lætur lítið
yfir sér í fyrstu. Ef illa tekst til, getur líka farið svo, að
ekkert verði úr litla anganum. Kannske lendir hún í hrjóstr-
ugan jarðveg, hverfur niður í mölina og fellur í gleymsku
og dá. En setjum nú svo, að fjöðrin lendi í frjósama jörð,
sem hefur verið undirbúin af allri þeirri natni og elju, sem
hinum fjölmörgu, vinnufúsu höndum er lagin, þá skeður
kraftaverkið gamla, en þó síunga, — fjöðrin tekur að vaxa,