Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 63

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 63
eimreiðin ÓLYGINN SAGÐI MÉR 295 bollarnir standa ósnertir á borðinu. Það sýður á könnunni á maskínunni, en engin veitir því athygli. ,,Ónei, ekki aldeilis! Gizkið það bara á með hverja hann var. Það var reyndar hún Dóra litla í Haga!“ Konurnar kinka kolli í ákafa. „Að sjá, hvernig manneskjan hékk utan í honum. — Það er ekki lítil frekja í sumu fólki! Það er nú svo sem auðvitað, að hún hefur hengt sig svona í hann. Hann hefur víst áreiðanlega ekki ætlað sér neitt með hana. En þegar menn eru orðnir svona agalega fullir, þá geta þeir fundið upp á öllum fjandanum.“ Sígarettustubbur, sem er að reykja sig upp, sendir þykka svælu upp í loftið, en frúrnar taka ekkert eftir því. Soffía pússar gleraugun sín í ákafa, eins og vani hennar er, þegar henni er mikið niðri fyrir. „Þau stönzuðu hérna fyrir utan húsið, rétt neðanundir glugga gömlu hjónanna. — Ekki er nú frekjan lítil! Hald- iði ekki, að hann taki svo fleyginn upp úr rassvasanum, úti á miðri götu, og staupi sig — beint á móti gluggunum! Þetta geta sumir leyft sér! Það er svo sem munur að vera maður!“ Áheyrendur láta í ljós megna vanþóknun. „Jæja, svo standa þau þarna sjálfsagt uppundir hálftíma og kjafta og flissa, og hann sýpur á aftur, og svo loksins fara þau inn í garðinn." „Fara þau inn í garðinn?!“ „Já, og bak við húsið. Og ég veit ekki, hvað lengi þau voru þar, sjálfsagt tíu eða fimmtán eða tuttugu mínútur eða kannske hálftíma. Loksins kom hún út á götuna og stóð þar lengi og glápti upp í gluggana. — Það kann sig ekki mikið, þetta Haga-hyski! Svo drattaðist hún inn götu. Um leið og hún labbaði af stað, beygði hún sig niður og dustaði af kápulafinu sínu!“ „Oh-ho — ja-há, auðvitað!” Og frúrnar líta hver aðra þýðingarmiklu augnaráði. „Mér þykir ótrúlegt, að hún hafi farið beint heim, mér sýndist ekki sá gállinn á henni. Það mætti svo sem segja

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.