Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 64
296
ÓLYGINN SAGÐI MÉR
eimreiðin
mér, að hún hefði ekki labbað fram hjá bryggjunni, án þess
að kíkka um borð hjá Færeyingunum — hí-hí-hí. — En
elskurnar mínar, þið nefnið þetta ekki við nokkra sálu, þó
að maður sé að blaðra þetta. Það var nú bara hreinasta til-
viljun, að ég var andvaka í gærkvöldi, annars hefði þetta
nú farið framhjá mér.“
Augu þeirra frú Ernu og frú Soffíu mætast sem snöggvast.
Þeim er það báðum vel kunnugt, að í hvert skipti sem ball
er í „gúttó“ eða útlend skip inni, er Hanna andvaka og
fylgist með öllu, sem gerist í götunni, út um kvistgluggann.
Talið berst nú að öðru. Þegar búið er að taka skírlífi þeirra
Brekkusystra til nákvæmrar athugunar, er vikið að barn-
eignum og síðan að framhjátökum. Það er rætt ýtarlega um
síðustu siglingu ,,Hrímfaxa“, en á honum eru nokkrir menn
úr þorpinu. Ekki er þó rætt um fiskverðið í Grimsby, heldur
sögur þær, sem ganga af framferði skipshafnarinnar, meðan
báturinn var í slipp úti — sérstaklega þeirra giftu. Þar fær
hver maður sinn skammt.
Klukkan er orðin hálf þrjú, þegar frúrnar fara að tygja
sig. Ari bóndi er löngu háttaður og sker hrúta, svo undir
tekur í húsinu, en heimasætan er komin upp til sín og les
,,Rafmagnsmorðið“. Erna stendur lengi hugsandi á eldhús-
gólfinu og strýkur pilsið sitt. Svo fer hún inn til bónda síns.
Það er annadagur að morgni, og annað kvöld er sauma-
klúbbur hjá prestsfrúnni.
*
Prestshúsið, Kirkjuhvoll, stórt og reisulegt steinhús með
nýtízku þægindum, stendur eitt sér dálítið utan við þorpið.
Presturinn, séra Ófeigur, er maður á bezta aldri, vígður fyrir
nokkrum árum til þessa brauðs, annars er hann ættaður að
sunnan. Hann er talinn frjálslyndur í trúmálum — og
kannske fleiru! Ef þið viljið vita eitthvað nánar um þetta
„fleira", þá spyrjið bara hana Jónínu á Grund! Hún þekkti
fólkið hans, þegar hún vann á saumastofunni fyrir sunnan
um árið. Þá var Ófeigur í menntaskóla. Skyldi manneðlið
breytast mikið við hempuna og kragann? Hún veit það svo
sem ekki, hún Jónína. Svo mikið er þó að minnsta kosti víst,