Eimreiðin - 01.10.1954, Side 67
eimreiðin
ÓLYGINN SAGÐI MÉR
299
óviðkomandi. Vinkonurnar, sem ekki eru viðstaddar i kvöld,
eru lika á dagskrá, alveg eins og frúrnar í betri stofunni í
prestshúsinu eru ábyggilega á dagskrá einhvers staðar annars
staðar í þorpinu. Hvern varðar líka um Kóreustyrjöldina, ef
Bína i Króki hefur farið um borð með Færeyingi á sunnu-
dagsnóttina! Og hverju máli skiptir borgarastyrjöldin í Indó-
Kína, hafi Kalli, mótoristi á Hrímfaxa, harðgiftur maðurinn
og fjögurra barna faðir, heimsótt illræmdan skemmtistað
í Grimsby og skipstjórinn orðið að láta lögegluna leita að
honum morguninn eftir.
Frú Erna pússar gleraugun vandlega, ber þau upp að nef-
inu og pússar þau svo betur. Það dregur niður í hinum kon-
unum. Ernu liggur auðsjáanlega eitthvað á hjarta. Hún
sveigir talið fimlega frá Kalla mótorista, og nú er fína fólkið
í þorpinu sett undir smásjána.
,,Ekki eru þeir nú barnanna beztir, blessaðir kaupmenn-
irnir hérna. Það er eins og sumir menn haldi, að þeim leyfist
allt, bara ef þeir geta slegið nóg um sig með peningum. —
Ja, hvað finnst ykkur?“
Hún beinir orðum sínum sérstaklega til Gróu, konu kaup-
félagsstjórans, sem alltaf er með á nótunum, þegar hnjóðað
er í kaupmennina.
,,Það er nú bara si-svona, að þrátt fyrir öll fínheitin og
mikilmennskuna er sumt fína fólkið ekkert betra en ótíndur
almúginn.“
Alllöng þögn. Lítilsháttar andvörp, snýtur. Konurnar vita
allar, hvað er á döfinni. Hanna í Gerði er búin að biðja ótal
konur fyrir söguna ótal sinnum. En sjaldan er góð vísa of
oft kveðin, enda kannske von á nýrri útgáfu.
Erna setur vasaklútinn niður í ráptuðruna sína, lætur
gleraugun á nefið, hagræðir þeim og strýkur peysubarminn.
Það er ávani hjá henni að strjúka af sér ósýnilegt kusk.
Svo heldur hún loksins áfram:
„Það er látið af því, að hann Kristján hafi skemmt sér
vel á ballinu. Ojæja — það er nú svo sem ekkert við því að
segja, þó að maður á bezta aldri lifi ekki neinu munklífi.
En manni finnst nú samt, að allt hafi sín takmörk eða svo
ætti það að vera.“