Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 67

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 67
eimreiðin ÓLYGINN SAGÐI MÉR 299 óviðkomandi. Vinkonurnar, sem ekki eru viðstaddar i kvöld, eru lika á dagskrá, alveg eins og frúrnar í betri stofunni í prestshúsinu eru ábyggilega á dagskrá einhvers staðar annars staðar í þorpinu. Hvern varðar líka um Kóreustyrjöldina, ef Bína i Króki hefur farið um borð með Færeyingi á sunnu- dagsnóttina! Og hverju máli skiptir borgarastyrjöldin í Indó- Kína, hafi Kalli, mótoristi á Hrímfaxa, harðgiftur maðurinn og fjögurra barna faðir, heimsótt illræmdan skemmtistað í Grimsby og skipstjórinn orðið að láta lögegluna leita að honum morguninn eftir. Frú Erna pússar gleraugun vandlega, ber þau upp að nef- inu og pússar þau svo betur. Það dregur niður í hinum kon- unum. Ernu liggur auðsjáanlega eitthvað á hjarta. Hún sveigir talið fimlega frá Kalla mótorista, og nú er fína fólkið í þorpinu sett undir smásjána. ,,Ekki eru þeir nú barnanna beztir, blessaðir kaupmenn- irnir hérna. Það er eins og sumir menn haldi, að þeim leyfist allt, bara ef þeir geta slegið nóg um sig með peningum. — Ja, hvað finnst ykkur?“ Hún beinir orðum sínum sérstaklega til Gróu, konu kaup- félagsstjórans, sem alltaf er með á nótunum, þegar hnjóðað er í kaupmennina. ,,Það er nú bara si-svona, að þrátt fyrir öll fínheitin og mikilmennskuna er sumt fína fólkið ekkert betra en ótíndur almúginn.“ Alllöng þögn. Lítilsháttar andvörp, snýtur. Konurnar vita allar, hvað er á döfinni. Hanna í Gerði er búin að biðja ótal konur fyrir söguna ótal sinnum. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin, enda kannske von á nýrri útgáfu. Erna setur vasaklútinn niður í ráptuðruna sína, lætur gleraugun á nefið, hagræðir þeim og strýkur peysubarminn. Það er ávani hjá henni að strjúka af sér ósýnilegt kusk. Svo heldur hún loksins áfram: „Það er látið af því, að hann Kristján hafi skemmt sér vel á ballinu. Ojæja — það er nú svo sem ekkert við því að segja, þó að maður á bezta aldri lifi ekki neinu munklífi. En manni finnst nú samt, að allt hafi sín takmörk eða svo ætti það að vera.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.