Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 68

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 68
300 ÓLYGINN SAGÐI MÉR EIMREIÐIN Frú Soffía er hálf súr á svipinn. Hún hafði verið farin að vonast til þess að fá að segja söguna, en svona er Erna. Alltaf þarf það að vera hún! — Jæja, bíddu við, góða. Hvernig er það með beinasleggjuna þína, sem liggur alltaf í glæpasögum og nennir ekki að gera ærlegt handtak? Það mætti kannske segja sitt af hverju um hana, þó að enginn strákur vilji svo mikið sem lita við henni, hvað þá meira. Frú Erna getur ekki lesið hugsanir og tekur ekki einu sinni eftir svipnum á Soffíu, svo að hún heldur ótrauð áfram: „Ja, þið hafið auðvitað heyrt það, og hvað ætti ég að vera að þvaðra um það, sem mér kemur ekkert við. En maður getur stundum varla orða bundizt. Hugsið ykkur hann Kristján, þennan líka myndarlega og velgefna mann, með þessari líka dræsu, Dóru í Haga! Það var svo sem auð- vitað, að Haga-hyskið reyndi að ota sínum tota þar, eins og annars staðar. Stebba gamla í Haga gæti kannske notazt við eitthvað af kaupmannssnúrunum út úr neyð. Það aetti ekki að vera verra þar en annars staðar! Hinar konurnar jesúsa sig í ákafa og eru afar-hneykslaðar. Það hefur lengi verið haft á orði, svona á lægri nótunum, að varasamt væri að skilja þvott eftir úti á snúrum nálægt Haga, yfir nóttina. Frú Erna heldur áfram. „Auðvitað hafði hún hangið utan í honum allt kvöldið. En hann vildi náttúrlega ekki líta við henni, fyrr en hann var orðinn alveg útúr-fullur. I myrkri eru allir kettir gráir, eins og þar stendur. Þegar ballið var búið, þá var nú ekki að sökum að spyrja. — Ja — hvað er ég nú annars að blaðra, þið vitið þetta náttúrlega eins vel og ég.“ Frúin lítur á vinkonur sínar þýðingarmiklu augnaráði, en bíður ekki eftir svari. „Ekki nema það þó — að stilla sér upp úti fyrir glugg- unum hjá gömlu hjónunum! Og þarna þamba þau á víxl úr heilli svartadauðaflösku — eða það var að minnsta kosti hátt í henni. Eða þá kossaflangsið og píkuskrækirnir, — ja, þvi- líkur viðbjóður!" Frú Soffía dirfðist að skjóta inn í: „Og svo fóru þau inn í garðinn!"

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.