Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 71
eimreiðin
ÖLYGINN SAGÐI MÉR
303
Daníel orðinn roskinn og gigtveikur og situr heima. En
hann hefur verið eirðarlaus, siðan báturinn fór. Þetta er
fyrsta sumarið í yfir tuttugu ár, sem Daníel er ekki á sjó.
Hann opnar skúrdyrnar heima hjá sér og fer úr yfirhöfn-
inni. Bleytan rennur úr henni niður á skúrgólfið. Úrkoman
er að aukast og það er norðaustan bræla. Síldarskipin liggja
auðvitað í landvari. Það er svo sem ekki að því að spyrja.
Daníel sezt þyngslalega á trébekk og fer úr stígvélunum.
Eldhúsdyrnar opnast. Angandi bökunarilm leggur fram úr
gættinni. Frú Soffía birtist í dyrunum. Hún fyllir næstum
því út í þær. f annarri hendinni heldur hún á deigsleifinni.
„Komu margir með Esju?“
Daníel þurrkar framan úr sér bleytuna með rauðum tó-
baksklút. Hann er eins og annars hugar.
,,Ég var að spyrja, hvort það hefðu komið margir með
Esju.“ Það gætir óþolinmæði í röddinni.
„Ha — Esju? — Tja — hm, já, það kom víst enginn —
nei, ekki nokkur lifandi sála.“
„Ekki það? Nú, jæja, einhverjir hafa þó farið suður, vænti
ég?“
„Farið suður — ha, já, jú, þeir fóru víst, bræðurnir í Seli.
Þeir eru að fara á Neptúnus. Já — og Árni á Mel. — Það
var nú það. — Þau hreyfa sig víst lítið í dag, síldarskipin,
mætti segja mér.“
„Og það hafa þá ekki farið fleiri?“
„Ha — farið? Tja — nei. Það voru ekki aðrir. Hm —
bíddu við, jú, þetta er ekki rétt hjá mér. Dóra í Haga. Jú,
Dóra í Haga, hún fór líka.
Frú Soffía verður öll að einu spurningarmerki. „Dóra í
Haga! Ja, mér þykir þú segja fréttir! Hvað skyldi hún nú
svo sem vera að erinda suður, blessuð dúfan? — Hafði hún
mikinn farangur?“
„Ha — farangur? — Nei, hún var, held ég, hreint ekki
með neitt, nema litla tösku. Hún var nærri því orðin of sein
um borð.“
„Ja-há! Einmitt það! Og þær hafa trúlega fylgt henni,
mæðgurnar í Haga. Þeim hefur gefizt á að líta, skipverj-
unum!“