Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 71
eimreiðin ÖLYGINN SAGÐI MÉR 303 Daníel orðinn roskinn og gigtveikur og situr heima. En hann hefur verið eirðarlaus, siðan báturinn fór. Þetta er fyrsta sumarið í yfir tuttugu ár, sem Daníel er ekki á sjó. Hann opnar skúrdyrnar heima hjá sér og fer úr yfirhöfn- inni. Bleytan rennur úr henni niður á skúrgólfið. Úrkoman er að aukast og það er norðaustan bræla. Síldarskipin liggja auðvitað í landvari. Það er svo sem ekki að því að spyrja. Daníel sezt þyngslalega á trébekk og fer úr stígvélunum. Eldhúsdyrnar opnast. Angandi bökunarilm leggur fram úr gættinni. Frú Soffía birtist í dyrunum. Hún fyllir næstum því út í þær. f annarri hendinni heldur hún á deigsleifinni. „Komu margir með Esju?“ Daníel þurrkar framan úr sér bleytuna með rauðum tó- baksklút. Hann er eins og annars hugar. ,,Ég var að spyrja, hvort það hefðu komið margir með Esju.“ Það gætir óþolinmæði í röddinni. „Ha — Esju? — Tja — hm, já, það kom víst enginn — nei, ekki nokkur lifandi sála.“ „Ekki það? Nú, jæja, einhverjir hafa þó farið suður, vænti ég?“ „Farið suður — ha, já, jú, þeir fóru víst, bræðurnir í Seli. Þeir eru að fara á Neptúnus. Já — og Árni á Mel. — Það var nú það. — Þau hreyfa sig víst lítið í dag, síldarskipin, mætti segja mér.“ „Og það hafa þá ekki farið fleiri?“ „Ha — farið? Tja — nei. Það voru ekki aðrir. Hm — bíddu við, jú, þetta er ekki rétt hjá mér. Dóra í Haga. Jú, Dóra í Haga, hún fór líka. Frú Soffía verður öll að einu spurningarmerki. „Dóra í Haga! Ja, mér þykir þú segja fréttir! Hvað skyldi hún nú svo sem vera að erinda suður, blessuð dúfan? — Hafði hún mikinn farangur?“ „Ha — farangur? — Nei, hún var, held ég, hreint ekki með neitt, nema litla tösku. Hún var nærri því orðin of sein um borð.“ „Ja-há! Einmitt það! Og þær hafa trúlega fylgt henni, mæðgurnar í Haga. Þeim hefur gefizt á að líta, skipverj- unum!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.