Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 77
eimreiðin
LEIKLISTIN
309
geðja, enda undir aga þröngsýns
og ósanngjarns föður, sem lætur
það meðal annars bitna á dótt-
urinni, að móðir hennar hafði
dáið af bamsförum, er hún ól
hana. Næsta ömurleg og sem
betur fer allfágæt framkoma
föður við dóttur sína, en allvel
rökstudd hér.
Hlutverk Katrínar er lang-
erfiðasta hlutverkið í leiknum.
En hana leikur Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir og leysir af hendi
með prýði. Leikur hennar er
þjálfaður og sterkur, markviss,
þar sem mest á ríður, og heldur
athygli áhorfenda og samúð
óskiptri. Leikkonan nær þeirri
hófsemi, samfara styrkleik, í
framsögn, sem er einkenni góðs
leiks. Tvö atriði í leik hennar
verkuðu sérstaklega sannfær-
andi og um leið átakanlega: um-
komuleysi Katrínar og einstæð-
ingskennd í samkvæmi unga
fólksins á heimili hennar í fyrra
þætti og vonbrigði hennar út af
hvarfi unnustans í síðara þætti.
Lækninn lék Þorsteinn Ö. Steph-
ensen af myndugleik og festu.
Nýr leikari, Benedikt Árnason,
ungur maður og nýkominn frá
*
Onnur vísa eftir Skáld-Rósu.
Önafngreind vinkona Rósu átti son, sem gjörðist drykkjumaður mikill. Eitt
sinn kom Rósa þar sem maður þessi var ölvaður mjög og lét ólmlega. Var
það eftir að móðir hans var dáin. Þá varð Rósu þessi staka á munni:
Myndi kvölin mæða há
móðurhjartað fína,
ef að sölum sælu frá
sæi breytni þína.
Sagt er, að eftir það hafi maður þessi verið gætnari við vindrykkju en áður.
(Sagnakona: Frú Petrina S. Guðmundsdóttir frá Djúpavik, 1954, eftir sögn
móður hennar, Sigríðar Pétursdóttur, ljósmóður i Kjós i Reykjarfirði, sem var
lædd árið 1836 að Stóru-Brekku í Hörgárdal). Jáh. örn Jónsson skráÖi.
Frú Montgomery (Helga ValtýsdJ.
leiknámi erlendis, leikur unn-
usta Katrínar, og má vænta
góðs af þessum geðþekka leik-
ara með aukinni æfingu og
þjálfun. Af öðrum leikendum
vakti einna mesta athygli Helga
Valtýsdóttir í litlu hlutverki,
frú Montgomery, sem leyst var
mjög vel af hendi. Leikstjóri
var hinn margreyndi Gunnar R.
Hansen, sem gegnt hefur því
starfi hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur um nokkur undanfarin ár.
Sv. S.