Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 61
SVIPMYNDIR FRÁ ÍSLANDI 213 eða slori og hafði hátt eins og vant er, af einskærri ánægju og ákefð. Hæverskar ritur flutu hægt framhjá, litu út eins og þær vildu afsaka nærveru sína og tíndu upp það, sem þær g'átu náð í. Ekki fannst svartbaknum mikið um þetta, hvorki þeim stóra né minni — og hann sýndi ótvírætt hið gráðuga vald sitt. Ef honum tókst ekki í fyrstu atrennu að ná ætinu úr munni smærri fuglanna, hélt hann árásum sínum áfram, unz hann hafði náð bitanum til sín. En jafnvel hinn stóri svartbakur réð hér ekki einn ríkjum. Illúðugir og gráðugir kjóar voru jafnan á sveimi einhvers staðar í grennd og gerðu öllum lífið erfitt, jafnt hinum volduga svartbak sem kríunni litlu. Sá atgangur og þau læti, sem áttu sér stað í hvert skipti sem fiskúrgangi var kastað fyrir borð, komu áhorfandanum ósjálfrátt til þess að velta því fyrir sér, hvort öll sú orka, sem virtist nauðsynlegt að eyða til þess að ná í smábita, væri fyllilega bætt með næringargildi hans. Það má með sanni segja, að baráttan fyrir því að draga fram lífið í ríki náttúr- onnar tók á sig mjög raunhæfa mynd í þessu umhverfi. Fyrir utan höfnina gengur sjórinn hér um bil upp að húsunum, og með fram grýttri ströndinni og lengra úti á sjónum gat að líta fleiri af fuglum þeim, sem halda sig innan hafnarinnar. Þar var einnig mergð af öðrum fuglum. Æðar- fugl var hér í stórhópum. Jafnvel um miðjan varptimann var hann hér í heilum breiðum, sem einna helzt liktust stór- um flekum. Hér og þar sáust einstaka pör af dúkönd, sem biðu eftir því að geta hafið flug til heiðavatnanna, þar sem þær búa sér hreiður. Ótrúlega spakir hrafnar höfðu nánar gætur á fjöruborðinu og hrifsuðu til sín allt það, sem þeir gátu með nokkru móti fengið melt. Þarna er einnig mikið af vaðfuglum. Hér sér maður aftur mikið af óðinshönum; ^jaldur sefur á steini; lóur og lóuþrælar þjóta fram og aftur °g virðast hafa ósköpin öll að gera. Sendlingar, sem hverfa uæstum í umhverfið, halda sig neðst í fjöruborðinu. Þeir hafa slíka unun af iðju sinni, að engu er líkara en þeir vilji ahs ekki skipta á hinum sívaggandi þarablöðkum og hinum gvýttu, gróðurlausu hálsadrögum, sem þeir hljóta brátt að hverfa til og búa sér þar hreiður. Þarna eru auðvitað einnig dldrur í hinum yndisfagra sumarbúningi sínum, sem fellur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.