Eimreiðin - 01.07.1956, Page 78
230
EIMREIÐIN
„Og fyrst þér vissuð ekki betur en ég væri ciauður, get ég
ekki láð yður, þótt þér ginuð yfir agninu — enda þótt þér
eigið hér engu erindi óloknu. Og þú,“ hann sneri máli sínu
að Megan, sem lá út af og skældi, „það lítur ekki út fyrir, að
þessi friðill þinn vilji þig, þegar allt kemur til alls. hað
er ekki að vita, nema hann sé hræddur um, að þú kunnir
að koma því svo fyrir, að þú getir komizt yfir líftrygginguna
hans.“
Megan grét sáran.
„Þetta læt ég ekki bjóða mér. Þið eruð ekkert annað en
djöflar, allir saman. Ég skal drepa mig . . .“ Hún spratt enn
upp af bekknum.
„Þú mátt sjálfri þér um kenna,“ mælti Sam reiður. „Hvað
mætti ég segja, sem hef verið kviksettur í viku og kemst að
raun um, þegar ég kem heim, að konan mín er að skemmta
sér á baðstað fyrir líftrygginguna rnína? Dettur þér kannske
í hug, að maður setjist að miðdegisverði eins og ekkert hafi
í skorizt? Því spyr ég í herrans nafni — hvað mætti ég segja?
Ég hef verið dauður, vakna aftur til lífsins og kemst að raun
um, að veröldin er vond og flá — og að mín eiginkona er
ekki einu sinni gædd þeirri sómatilfinningu, að henni verði
að draga tjöld fyrir gluggana sína eða smeygja sér í einhverja
dökkleita spjör til merkis um sorg sína!“
Hún starði á hann óttaslegin. Þetta var í fyrsta skiptiö,
síðan hún kom heim aftur, að hún kannaðist við þann gamla
Sam, lifandi Sam. Og samt var hann að einhverju leyti ann-
ar en áður. Það var ekki eins mikill belgingur í honum,
meiri festa. Hún hopaði og fann til máttleysis í öllum lim-
um. Hún varð hrukkótt og gömul ásýndum.
Gesturinn reis vandræðalegur á fætur. Andrúmsloftið í
eldhúsinu var allt í einu orðið mengað æstri eftirvæntingu,
einkaátökum, sem ekki komu honum við. Hann vissi ekki,
hvað segja skyldi. Sam kom honum til aðstoðar.
„Þér getið fengið allan beina í kránni. Þeir hafa afbragðs-
gott öl þar niður frá. Sælir á meðan.“
Ted hvarf hljóðlega út úr eldhúsinu. Frá hvirfli til ilja
mátti á honum sjá, er hann smeygði sér út um dyragættina,
að honum þótti sem þungu fargi væri af sér létt.