Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 78
230 EIMREIÐIN „Og fyrst þér vissuð ekki betur en ég væri ciauður, get ég ekki láð yður, þótt þér ginuð yfir agninu — enda þótt þér eigið hér engu erindi óloknu. Og þú,“ hann sneri máli sínu að Megan, sem lá út af og skældi, „það lítur ekki út fyrir, að þessi friðill þinn vilji þig, þegar allt kemur til alls. hað er ekki að vita, nema hann sé hræddur um, að þú kunnir að koma því svo fyrir, að þú getir komizt yfir líftrygginguna hans.“ Megan grét sáran. „Þetta læt ég ekki bjóða mér. Þið eruð ekkert annað en djöflar, allir saman. Ég skal drepa mig . . .“ Hún spratt enn upp af bekknum. „Þú mátt sjálfri þér um kenna,“ mælti Sam reiður. „Hvað mætti ég segja, sem hef verið kviksettur í viku og kemst að raun um, þegar ég kem heim, að konan mín er að skemmta sér á baðstað fyrir líftrygginguna rnína? Dettur þér kannske í hug, að maður setjist að miðdegisverði eins og ekkert hafi í skorizt? Því spyr ég í herrans nafni — hvað mætti ég segja? Ég hef verið dauður, vakna aftur til lífsins og kemst að raun um, að veröldin er vond og flá — og að mín eiginkona er ekki einu sinni gædd þeirri sómatilfinningu, að henni verði að draga tjöld fyrir gluggana sína eða smeygja sér í einhverja dökkleita spjör til merkis um sorg sína!“ Hún starði á hann óttaslegin. Þetta var í fyrsta skiptiö, síðan hún kom heim aftur, að hún kannaðist við þann gamla Sam, lifandi Sam. Og samt var hann að einhverju leyti ann- ar en áður. Það var ekki eins mikill belgingur í honum, meiri festa. Hún hopaði og fann til máttleysis í öllum lim- um. Hún varð hrukkótt og gömul ásýndum. Gesturinn reis vandræðalegur á fætur. Andrúmsloftið í eldhúsinu var allt í einu orðið mengað æstri eftirvæntingu, einkaátökum, sem ekki komu honum við. Hann vissi ekki, hvað segja skyldi. Sam kom honum til aðstoðar. „Þér getið fengið allan beina í kránni. Þeir hafa afbragðs- gott öl þar niður frá. Sælir á meðan.“ Ted hvarf hljóðlega út úr eldhúsinu. Frá hvirfli til ilja mátti á honum sjá, er hann smeygði sér út um dyragættina, að honum þótti sem þungu fargi væri af sér létt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.