Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 16
88 EIMREIÐIN og lagði hana tiltölulega snemma niður, þegar hinir færari skáldsagnahöfundar voru að koma fram á sjónarsviðið. Halldór var maður fáorður en gagnorður, skýr í hugsun, rökdæmur og réttsýnn. Mannkostamaður var hann fágætur, svo að menn báru slíkt traust til hans, að um hann hefði mátt segja eins og Njál forðum, að trúa mundi ég, ef Halldór segði. Drengskapur hans og sannleiksást brást aldrei. Hins vegar var hann maður skapríkur, þótt stilltur væri, og ómyrkur í máli um það, sefn hann taldi miður fara eða rangt vera, bæði um menn og málefni. Var hann þá oft fágætlega orðheppinn. Hjálpsamur var hann og góðfús, svo að vel mátti um hann segja, „að konungs hafði hann hjarta af kotungsefnum". Halldór lézt 17. ágúst 1920. HEIMILISHAGIR. Eins og fyrr segir bjuggu þau hjón nær allan sinn hjúskap í litla húsinu sínu á Hlöðum. Efnin voru lítil, en alltaf kom- ust þau af og voru fremur veitandi en þiggjandi. Þau áttu nokkrar kindur og hest, sem Halldóri var nauðsyn vegna ferðalaga sinna. Allir hlutir voru aðskildir í eigu þeirra. Ólöf átti til dæmis sínar kindur og heyjaði handa þeim sjálf og hafði arðinn af þeim, svo og ullarvinnu sinni. Sagðist hún fá fæði og húsnæði hjá bónda sínum fyrir að annast heimilis- störfin, en annars væri allur fjárhagur aðskilinn. Þau hjón voru ólík um margt. Ólöf örlynd og tilfinninga- rík, en Halldór þungur á bárunni og stillti mjög skap sitt. Vafalítið hafa þau átt sína erfiðleika á yngri árum, en eins og ég man heimili þeirra bezt, þá hygg ég, að vandfundið sé ynnilegra og samræmdara samlíf hjóna en þeirra, þótt hinn heiti eldur æskunnar væri kulnaður. Víkur Ólöf oft að því í kvæðum sínum og fær aldrei nógsamlega þakkað fóstra sín- um umhyggjusemina og frelsið, sem hún naut. Eftir 10 ára sambúð þeirra kvað hún: Og stóran þó fyndum ei fagnaðarauð, við fundum þó yndi og gaman. Mér finnst eins og lindin, sem nær gegnum nauð, hvað nánast oft bindi menn saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.