Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 70
142
EIMREIÐIN
astar, því að hjá engum varð ég nokkurn tíma neins var nemr.
alls hins bezta, sem til er í fari minnar eigin þjóðar.
Fyrsta deginum, sem var sunnudagur, sem fyrr var getið,
varði ég til þess að skoða mig um í Belfast, hinni miklu
hafnar- og iðnaðarborg Norður-írlands, sem hefur nærri hálfa
milljón íbúa. Ég hafði einhvern tíma heyrt tekið þannig til
orða, að Belfast væri „önnur Glasgow". Má það til sanns vegar
færa, ef átt er við, að báðar eru miklar iðnaðar- og verzlunar-
borgir. En í Belfast er bragurinn allur annar. í fyrsta lagi er
Belfast miklu hreinlegri borg og — að mér finnst — skipu-
legar byggð og fegurri.
Þaðan, sem ég bjó, í háskólahverfinu, var ekki nerna stund-
arfjórðungs gangur niður í miðbæinn, þar sem sérstaka athygli
mína vakti ráðhús borgarinnar, mikil og fögur bygging, reist
af stórhug og framsýni, en byggingar eru annars fjölmargar
hinar myndarlegustu og götur breiðar.
Fátt manna var á ferli, er ég lagði í gönguna, klukkustundu
fyrir hádegi, en um tólfleytið fór að fjölga á götunum, er
fólkið tók að streyma úr kirkjunum, en kirkjusókn er hvar-
vetna mikil á írlandi, jafnt meðal mótmælenda sem kaþólskra,
og gafst því gott tækifæri til að virða fólkið fyrir sér. Vakti
það þegar athygli mína, hve það var frjálsmannlegt og hraust-
legt og laust við öll merki úrkynjunar. Benti þetta til vel-
megunar, eða að minnsta kosti, að yfirleitt kæmust menn vel
af, og varð mér fljótt Ijóst, að þetta átti rót sína að rekja
meðal annars til þess, að hér hefur ekki átt sér hið sama stað
og í iðnaðarborgum Englands og Skotlands, en þangað hefur
verið aðstreymi úr öllum áttum, svo sem. frá ýmsum löndum
á meginlandinu og fjarlægum löndum í öðrum heimsálfum,
heldur hefur Belfast fengið sína aukningu frá sjálfri sér og
sveitahéruðunum í Ulster. í öðru lagi varð mér það um-
hugsunarefni á heimleið, eftir um fjögurra klukkustunda
rölt, hafði meðal annars horft á mjög fjölmenna skrúðgöngu,
að ég hafði ekki séð eitt einasta andlit, sem ekki hefði getað
verið íslenzkt. Hið sama gat ég sagt eftir viku dvöl, en það
gæti ég vissulega ekki sagt um neina stórborg aðra, sem ég
hafði áður dvalið í.
Annan daginn, sem ég dvaldi í Belfast, lagði ég leið mína