Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 37
109
SJÚKLINGUR RÍKISINS
með stafnum, hvort sem til þess var ætlazt eða ekki. Ásgrím-
uy Ólafsson, kaupmaður, þokaði sér aftur á bak og leyfði
hinum síðbúna viðskiptamanni að koma inn.
Konráð brosti sínu umfaðmandi brosi og leit við kaup-
^anninum, sem var hár vexti og herðabreiður, rauður yfir-
btum — með mikið brennivín í andlitinu.
»Nei, nei, er það ekki makalaust,“ hrópaði Konráð. „Svona
Setur maður á neyðarstundu flogið í faðm gamals vinar og
Velgerðamanns.“
Kaupmaðurinn hvessti á hann augun.
»Hver ert þú?“ spurði hann hörkulega.
_ »Nei, hvað er að heyra þetta? Því læturðu svona?“ sagði
hinn klökkur. „Ætlarðu að segja, að þú þekkir mig ekki, sem
staðið hef við hlið þér í stórsjóum og lífsháska úti fyrir
Nornbjargi og Jökli. Og alltaf létum við eitt yfir báða ganga.
eS nú ekki tali um, þegar þetta kom fyrir þig á Siglu-
trði og ég bjargaði þér um borð. En það er hið sanna bræðra-
lag að hjálpa hvor öðrum á neyðarstundu."
»Eg kem þér ekki fyrir mig,“ sagði kaupmaðurinn óþolin-
tttóður. „Ha, það er þó ekki Konni?"
»Hver skyldi það annar vera en Konráð Amórsson, þinn
garnli félagi af Haffrúnni, sem nú stendur einmana og fyrir-
1 m hér úti á kambi, speglandi mannlífsins grimmd og van-
Pakklasti. En ég er kominn til þess að tendra ljós í minni
utlegð og einveru. Láttu mig nú, kæri vinur, hafa eitt kerti,
SVo ég geti tendrað ljós í hjarta hins yfirgefna.”
»Hvernig stendur á ferð þinni hér? Ja, þú ert náttúrlega
1 heimsókn. En áttu ekki heima fyrir sunnan?“ spurði kaup-
^aðurinn.
„Fyrir sunnan, fyrir sunnan, segir þú. Að þú, hornsteinn
Pj°ðlífsins á þessum stað, skulir bera þér þetta vesala orð
munn- Þetta segja hinir vesölu í andanum — suður, fyrir
SUnnan, segja þeir. En mitt hjarta er fyrir vestan. Fyrir sunnan
er kvöl mín og happdrættismiðinn minn, sem aldrei kemur
upp.“
, -Nú, það hefur verið þú, sem verið var að spyrja eftir hér
uag- Ég kom því nú ekki fyrir mig þá, hver það væri. Þeir
0ru víst að leita að þér af togaranum," sagði kaupmaðurinn.